Sakamál á Sjöundá, Skor og Stálfjall
- Lýsing
Á Sjöundá á Vestfjörðum, þar sem náttúran er bæði hrikaleg og hrífandi, áttu sér stað atburðir sem síðar urðu að einu þekktasta sakamáli Íslandssögunnar.
Árið 1802 voru Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir sökuð um að hafa myrt maka sína, Guðrúnu Egilsdóttur og Jón Þorgrímsson. Bæði voru þau dæmd til dauða, en aðeins dómnum yfir Bjarna var framfylgt þar sem Steinunn lést í fangelsi áður en til aftöku kom.
Þessir atburðir urðu síðar efniviður í hinni frægu skáldsögu Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson.Í þessari dagsferð, segja fararstjórar frá morðunum og staðháttum áður en hæstaréttardómararnir Björg Thorarensen og Benedikt Bogason ræða lögfræðilegar hliðar málsins og refsidóminn á vettvangi sögunnar.
Að því loknu, má ganga til baka að bílunum. Þátttakendur geta líka valið um tvær göngur, Inn í Skor eða á Stálfjall.- Brottför/Mæting
- kl. 10 frá bílastæðinu við Melanes
- Fararstjórn
- Innifalið
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
- Hleðslubanki
Fróðleikur
Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.
Undirbúningur
Þátttakendur í ferð með FÍ hafa kynnt sér leiðarlýsingu og eru meðvitaðir um landslag og aðstæður sem leið ferðarinnar liggur um. Í ferðalýsingum má finna upplýsingar um aðbúnað, áætlaðan göngutíma, vegalengdir og hækkun.
Hér má kynna sér viðmið um erfiðleikastig ferða betur.
Gönguferðir og fjallgöngur eru besti undirbúningar fyrir ferðir FÍ og má t.d. nefna gönguferðir á Úlfarsfell, Helgafell eða Esju fyrir höfuðborgarbúa eða sambærileg fjöll eftir búsetu.
Almennt er gist í svefnpokaplássum í ferðum FÍ nema annað sé tekið fram.
Leiðarlýsing
Léttari ganga, 2 skór
Inn í Skor, þar sem Eggert Ólafsson fórst 1768, eins og ort er um í ljóði Mattíasar Jochumssonar, Þrútið var loft og þungur sjór. Ganga: 8 km. Hækkun: Engin.
Krefjandi ganga á Stálfjall, 3 skór
Frá Sjöundará upp á Sjöundárdal, síðan niður Skorarhlíðar um Ölduskarð og eftir fjörunni að gömlu surtarbrandsnámunum sem starfræktar voru 1915-1917. Ganga: 10 km. Hækkun: 600 m.
Stálfjallsgangan er aðeins fyrir vant göngufólk og ekki lofthrædda.

Ferðin hentar vel fyrir þá sem taka þátt í ferðinni
Konfektmolar við Arnarfjörð og vilja framlengja ævintýrið.
Eða þá sem vilja upplifa ógleymanlega dagsferð á Vestfjörðum.





