Söguferð um Hornstrandir
- Lýsing
Hornstrandir eru einstakt ævintýraland þar sem óbyggðir, mannlífssaga og náttúra mætast. Óvíða er meiri náttúrufegurð, dýralíf, friður og ósnortið land. Í þessari ferð göngum við um gamla stíga í Hornvík, Bjarnanesi og Hrollaugsvík, skoðum grösug bæjarstæði, risavaxin fuglabjörg, fræðumst um sögu staðanna og njótum útsýnis yfir Hornbjarg og Hælavíkurbjarg. Við gistum í Hornbjargsvita þar sem boðið er upp á einfaldan heimilislegan mat og þátttakendur smyrja sér nesti af morgunverðarborðinu.
Við göngum rólega 4 – 12 km á dag, með léttan bakpoka. Ferðin hentar öllum sem vilja njóta náttúrunnar í rólegum takti og eru í þokkalegu gönguformi.
Nóttina fyrir ferðina gistum við í skála FÍ að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
- Brottför/Mæting
- Á einkabílum kl. 18 á Valgeirsstaði í Norðurfirði.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Gisting, sigling, kvöldmatur, morgunmatur, nesti í vitanum og fararstjórn.
Búnaður
Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð
Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.
Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
- Hleðslubanki
Í trússtöskunni
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna
- Tjald og tjalddýna
- Prímus og eldsneyti
- Eldspýtur
- Pottur
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Vasahnífur / skæri
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Fróðleikur
Heimur Hornstranda
Hornstrandir hafa í gegnum tíðina heillað marga. Dæmi eru um að fólk fari áratugum saman á þessar harðbýlu slóðir og uppgötvi stöðugt eitthvað nýtt. Sú var tíð að þéttbýlt var á Hornströndum. Nú er staðan sú að enginn er þar yfir harðasta veturinn en þegar vorar birtist sumarfólkið.
Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.
Greiðslumöguleikar
- Kreditkort / Debetkort: Greitt í einni greiðslu við bókun.
- Bankamillifærsla: Greitt í einni greiðslu.
Þegar skráningu í ferð hefur verið lokið sendir skrifstofa FÍ greiðsluupplýsingar.
Greiðsla með millifærslu er því ekki gerð fyrr en bókun er staðfest. - Raðgreiðslusamningur: Lágmarks upphæð kr. 67.000.
Hægt er að gera samning með því að hafa samband við skrifstofu FÍ. - Netgíró: Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ef óskað er eftir að greiða ferð í gengum Netgíró.
Raðgreiðslur og Netgíró fara eftir kjörum viðkomandi þjónustuaðila.
Við hvetjum ferðalanga til að kynna sér vexti og skilmála áður en samningur er gerður.
Undirbúningur
Þátttakendur í ferð með FÍ hafa kynnt sér leiðarlýsingu og eru meðvitaðir um landslag og aðstæður sem leið ferðarinnar liggur um. Í ferðalýsingum má finna upplýsingar um aðbúnað, áætlaðan göngutíma, vegalengdir og hækkun.
Hér má kynna sér viðmið um erfiðleikastig ferða betur.
Gönguferðir og fjallgöngur eru besti undirbúningar fyrir ferðir FÍ og má t.d. nefna gönguferðir á Úlfarsfell, Helgafell eða Esju fyrir höfuðborgarbúa eða sambærileg fjöll eftir búsetu.
Almennt er gist í svefnpokaplássum í ferðum FÍ nema annað sé tekið fram.
Vinsamlegast kynnið ykkur ferðaskilmála Ferðafélag Íslands.
Leiðarlýsing
1.d., miðvikud. Gestir koma sér fyrir í skála. Farið yfir dagskrá næstu daga um kvöldið. Þátttakendur sjá sjálfir um mat fyrsta daginn, kvöldmat, morgunmat og nesti fyrir næsta dag.
2.d. Siglt kl. 9, frá Norðurfirði í Hornbjargsvita. Létt ganga að Bjarnanesi og Hrollaugsvík, þar sem rifjuð er upp saga svæðisins og sögur sagðar. Ganga: 6 km. Hækkun: 250 m. Göngutími: 5 klst.
3.d. Eftir morgunmat göngum við gömlu þjóðleiðina yfir Kýrskarð niður í Hornvík og rifjum upp sögu Hafnar. Gengið er svo meðfram strönd Hornvíkur í átt að Horni. Til baka liggur leiðin upp í Almenningaskarð, milli Kálfatinda og Dögunarfells og síðan suður Almenninga, til baka í Hornbjargsvita. Ganga: 12 km. Hækkun: 640m. Göngutími: 7 klst.
4.d. Gengið er norður frá Hornbjargsvita meðfram grösugum hlíðum risanna Skófnabergs, Eilífstinds og Kálfatinda. Við stoppum við Harðviðrisgjá og njótum útsýnis til Hornvíkur, Rekavíkur og Hælavíkurbjargs. Hér erum við á miðju Hornbjargi með stærstu fuglabjörg landsins í kringum okkur. Hægt er að velja milli þess að ganga á Kálfatinda eða njóta náttúrunnar og sögunnar við rætur tindanna. Sagt frá mannlífi og hvernig björgin voru sótt fyrr á tímum. Ganga: um 11 km. Hækkun: um 350 m / 884 m ef gengið er á Kálfatinda. Göngutími: 7 klst.
5.d. Stutt morgunganga án bakpoka í nágrenni vitans þar sem við kveðjum þetta stórbrotna landslag. Siglt er aftur til Norðurfjarðar um hádegisleitið. Þar gefst tími fyrir þá sem vilja að heimsækja Krossaneslaug eða fá sé kaffi áður en haldið er heim. Ganga: 4 km. Hækkun: 100 m.
Aðrar Hornstrandaferðir sumarið 2026
- 11.-15. júní - Ylur og birta í Hornbjargsvita – Vinnuferð
- 17.-21. júní - Söguferð um Hornstrandir
- 19.-21. júní - Hesteyri, Kagrafell og Sæból í Aðalvík I
- 2.-5. júlí - Herstöðvar og horfið mannlíf
- 3.-6. júlí - Hinar einu sönnu Hornstrandir I
- 13.-17. júlí - Fótspor Frímanns og ævintýri Huldu
- 23.-26. júlí - Hinar einu sönnu Hornstrandir II
- 7.-9. ágúst - Hesteyri, Kagrafell og Sæból í Aðalvík II
- 7.-10. ágúst - Refir, sjóböð og ævintýri í Hlöðuvík - Ferðafélag barnanna




