Skáli: Norðurfjörður / Valgeirsstaðir

Vestfirðir
Norðurfjörður / Valgeirsstaðir
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei

Smellið á bláa hnappinn hér uppi til hægri til að bóka skálagistingu.

Valgeirsstaðir í Norðurfirði er er gamall bóndabær með svefnaðstöðu fyrir 24.

Húsið er á tveimur hæðum og gist er í fimm herbergjum. Eldhúsið er fullbúið og ágætlega rúmgott og salerni er inni við.

Við húsið er gott tjaldstæði og rétt hjá er gamalt fjárhús sem hefur verið gert upp og nýtist sem samkomustaður. Þar inni er lítil eldunaraðstaða og klósett fyrir tjald- og samkomugesti. Góð grillaðstaða er á milli bæjarins og fjárhússins.

Svæðið allt er afar heppilegur samkomustaður fyrir hópa, t.d. ættarmót. Skammt er í verslun og hina rómuðu Krossneslaug.

Upplýsingar

  • GPS staðsetning: N 66°03.080 - W 21°33.970
  • Símanúmer: 655 0368 / 862 3363
  • Hæð yfir sjávarmáli: 25m
  • Næsti skáli: Hornbjargsviti
  • Aðgengi: Fært öllum bílum
  • Skálavörður: Á sumrin

Aðstaða í/við skála