Skáli: Sæluhúsið á Mosfellsheiði

Suðurland

Sæluhúsið á Mosfellsheiði

Ferðafélag Íslands hefur undanfarin misseri unnið að endurbyggingu á sæluhúsi austarlega á Mosfellsheiði. Það var upphaflega reist um 1890 við nýjan veg til Þingvalla sem gengur núna undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn. Húsið var byggt úr tilhöggnu grágrýti, það var 7x4 m að flatarmáli og veggir 1,80 m á hæð. Á því var risþak, sennilega klætt með bárujárni og útidyr voru á langvegg.

Endurbyggingin fólst í því að grafað var niður á klöpp, steyptur nýr grunnur og veggirnir endurhlaðnir úr upprunalegu grágrýtinu á sama hátt og gert var fyrir rúmum 130 árum. Að lokum var húsið klætt nýju þaki og lokið við innri frágang, þar á meðal hurðir, glugga og gólf.

Laugardaginn 22. júní 2025 var húsið endurvígt, Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sóknarprestur í Mosfellsbæ blessaði sæluhúsið og hendur þeirra sem að komu, og mæltist einstaklega vel í fallegri ræðu.

Húsið er nú opið öllum sem skjólhús á ferðum yfir heiðina, en ekki til gistingar.

Upplýsingar

  • GPS staðsetning: N64° 10.412' W21° 23.699'
  • Aðgengi: Gangandi/Jeppa

Aðrar upplýsingar

Húsið er nú opið öllum sem skjólhús á ferðum yfir heiðina, en ekki til gistingar.

 

Frétt um Vígslu Sæluhússins á Mosfellsheiði: https://www.fi.is/is/fi/frettir/saeluhuhus