Umræðufundur og samtal um skálauppbyggingu FÍ á fjöllum
15.04.2024
Ferðafélag Íslands stendur fyrir umræðu- og hugmyndafundi um framtíðarsýn á skálauppbyggingu í Risinu, Mörkinni 6, kl. 20 þriðjudaginn 30. apríl.
Nú stendur yfir undirbúningsvinna fyrir endurbyggingu á nýjum Skagfjörðsskála og er allri hönnunarvinnu að ljúka og leyfismál eru í umsóknarferli. Fraumundan eru einnig endurnýjun á skálum félagsins við Álftavatn og í Botna í Emstrum 2026 og 2027.
Fyrir nokkrum árum leitaði til okkar teymi hönnuða sem að eigin frumkvæði vinnur að hugmyndum að framtíðar fjallaskála í óbyggðum Íslands. Fulltrúar þeirra verða með okkur á fundinum og taka þátt í umræðunum. Í dag eiga Ferðafélag Íslands og deildir þess yfir 40 fjallaskála á hálendinu og í óbyggðum, hver á þáttur FÍ eigi að vera í innviðauppbyggingu á hálendinu og hvar ykkur finnst tækifæri félagsins liggja. FÍ vill eiga samtal við félagsmenn og aðra notendur skálana um þeirra upplifun og sýn í tengslum við hönnun nýrra skála. Seinni hluti fundarins verður á formi stuttrar vinnustofu með hópavinnu.Í framhaldi af fundinum verða senda út skoðanakannanir til félaga varðandi lykilatriði í skálauppbyggingu og hönnun þeirra.




