Fréttir

Örugg fjallamennska að vetrarlagi

Eitt það hættulegasta við ferðalög í fjallendi að vetrarlagi eru snjóflóð. Með skynsamri ferðahegðan og réttu leiðarvali er hægt að lágmarka för ferðalanga um snjóflóðasvæði.

FÍ og HÍ vinna saman með FÍ Ung

Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, leiðir göngu með Ferðafélagi unga fólksins, sem er fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára, þann 2. febrúar næstkomandi á Helgafell við Hafnarfjörð. Háskólinn hefur starfað með Ferðafélagi Íslands frá árinu 2011 að fræðandi gönguferðum í borgarlandinu undir heitinu Með fróðleik í fararnesti og hafa þúsundir nýtt sér þær göngur. Í þeim hefur áherslan verið á skemmtilegar göngur fyrir börn og unglinga í gegnum Ferðafélag barnanna en í Ferðafélagi unga fólksins verður áherslan á aldurshópinn 18 til 25 ára. Þetta er því kjörin létt og ljómandi ganga fyrir alla nemendur Háskólans sem hafa áhuga á hollri hreyfingu, útivist og að fá fróðleik til viðbótar.

Með fróðleik í fararnesti

Markmiðið með ferðunum hefur verið eitt frá upphafi, að fólk á öllum aldri fá spennandi valkost til að hreyfa sig í borgarlandinu og fái að auki skemmtilegan fróðleik. Ætlunin var að brydda upp á ferðunum sem nýjum valkosti fyrir fjölskyldur á aldarafmæli Háskóla Íslands, og láta þar við sitja, en vinsældirnar urðu það miklar að ekki var nokkur möguleiki að hætta. Þúsundir hafa enda notið þess að halda í göngur með vísindafólki Háskóla Íslands og reyndum leiðsögumönnum Ferðafélagsins undanfarin átta ár og fengið fróðleik við nánast hvert fótmál,

Fleiri fjallaverkefni

Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við auka fjallaverkefnum Fótfrár II og Léttfeti II.

Fjallaskíðamennska í stöðugri sókn

„Fjallaskíðaferðir hafa verið í stórsókn undanfarin ár, enda ekki skrýtið enda þetta er meiriháttar gaman,“ segir Helgi Jóhannesson leiðsögumaður hjá FÍ, um vaxandi áhuga fólks á fjallaskíðaferðum. Helgi er einn af leiðsögumönnum fjallaskíðaferða FÍ.

Allt landið er undir þegar ferðaáætlunin er í smíðum

„Við erum ákaflega ánægð með þær viðtökur sem ferðaáætlunin fyrir 2019 hefur fengið. Þrátt fyrir að koma fram með hana mánuði fyrr en undanfarin ár hafa ferðir rokselst og sumar eru nú þegar uppseldar,“ segir Sigrún Valbergsdóttir formaður Ferðanefndar FÍ sem sér um ferðaáætlun félagsins ár hvert.

Metaðsókn er í fjalla­verk­efni FÍ

Fjallaverkefni Ferðafélags Íslands hafa verið vinsæl undanfarin ár en áhugi á þeim nú hefur slegið öll fyrri met. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir metaðsókn hafi verið á kynningarkvöldum þessara verkefna og nú þegar orðið fullbókað flest fjallaverkefni.

Ferðaáætlun 2019 komin út

Prentað eintak ferðaáætlunar FÍ 2019 er komið út og er í dreifingu til félagsmanna. Ritið er veglegt, hartnær 100 blaðsíður, stútfullt af spennandi ferðum fyrir alla aldurshópa. Í boði eru sumarleyfisferðir, dagsferðir, helgarferðir, fjallaskíðaferðir, úrval fjalla- og hreyfiverkefna auk áætlunar Ferðafélags barnanna og FÍ Ung.

Kynningar á fjallaverkefnum

Ferðafélag Íslands heldur úti fjalla- og hreyfihópum sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Framundan eru kynningar á verkefnum sem er að hefja göngu sína nú í janúar. Meginmarkmið þessara verkefna er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum.

Grænlandskvöld 3. janúar. Hreindýrabóndinn og hlýnun jarðar

Fimmtudaginn 3. janúar kl. 20 í sal FÍ verður haldið Grænlandskvöld í boði Ferðafélags Íslands. Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Isortoq, mun fjalla um mannlíf og þær ógnir sem náttúran stendur frammi fyrir vegna hlýnunar jarðar. Stefán hefur undanfarna áratugi búið í skjóli jökulsins og séð þau áhrif sem orðið hafa.