Fréttir úr starfi félagsins

Háfjallakvöld í Háskólabíó - 27 nóvember kl. 20

Mánudagskvöldið 27. nóv. kl. 20 – 22 býður Ferðafélag Íslands til Háfjallakvölds þar sem haldið verður upp á 96 ára afmæli félagsins. Sérstakur heiðursgestur og fyrirlesari er einn frægasti háfjallagarpur heims, Garrett Madison frá Seattle í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann klifið Everest 11 sinnum, K2 þrisvar í 6 tilraunum, og síðastliðið vor bæði Nuptse Lothse. Fyrir hlé mun Ólöf Sívertsen, forseti FÍ, segja frá ferðaáætlun félagsins á næsta ári og nýjum áherslum en síðan heldur Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir fyrirlestur um nýlegar göngur sínar á hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua, en einnig í grunnbúðir Everest og í síðasta mánuði á brattan tind Imje Tse (Island Peak) í Nepal.

Forpöntun - Hlýjar Marmot flíspeysur

Sérstakt tilboðsverð til félaga FÍ. Samstarf FÍ, Fjallakofans og Marmot

Best að flétta ferðir úr fræðslu, náttúru og útivist

Það er gaman ganga með Pétri H. Ármannssyni arkitekt og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands til margra ára um borgarlandið því fáir ef nokkrir þekkja betur eðli og inntak húsanna en hann.

Eldri og heldri í hamingjugöngum FÍ

„Ég lenti einu sinni í því að ganga með lausa skrúfu í sjö daga ferð um Jökulfirði og Snæfjallaströnd. Ég hafði ökklabrotnað nokkrum árum áður og verið negld saman en gangan í lausu grjótinu gerði það að verkum að skrúfurnar losnuðu!“

Fjallakvöld FÍ og Fjallakofans

Félögum FÍ er boðið á Fjallakvöld í Fjallakofanum, Hallarmúla 2, fimmtudaginn 26. október.

Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands hlutu viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun.


Ferðaáætlun FÍ 2024 í vinnslu


Ný salernisaðstaða við skálann í Hvítárnesi


Ferðasaga Gabrielu Galecku skálavarðar FÍ


Fjölmörg fjallaverkefni í boði hjá FÍ

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg fjallaverkefni og útivistarhópa sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum.Flest verkefnin hefjast í upphafi árs og standa ýmist í nokkra mánuði, hálft ár eða heilt ár.