Fréttir úr starfi félagsins

Hreint vatn í vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum

Fyrir nokkru síðan komu upp veikindi á Laugaveginum þar sem grunur var um að mætti rekja til mengunar í vatnsbólum. Nú hafa borist niðurstöður úr sýnatökum úr vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum. Niðurstöður staðfesta að vatnið stenst kröfur heilbrigðisyfirvalda, í Landmannalaugum, í Álftavatni, í Hvanngili og í Emstrum. Í Hrafntinnuskeri greindust coli gerlar í vatni, sem eru ekki e coli gerlar og ekki alvarlegs eðlis. Unnið er að því að tryggja að yfirborðsvatn komist ekki í vatnsbrunn í Hrafntinnuskeri. Á sama tíma hafa aðgerðir FÍ og ferðaþjónustuaðila á svæðinu gengið vel og engin veikindi greinst síðustu daga og hafa í hlutfalli af fjölda göngufólks á svæðinu verið lítil. Áfram hefur verið unnið með aukin þrif og sóttvarnir, m.a. þrif með klórblöndum og lögð áhersla á persónubundnar sóttvarnir, þrífa hendur vel og spritta, þrífa alla snertifleti og ekki síst mataráhöld og borðbúnað, með heitu vatni og sápu fyrir og eftir notkun.

Ávarp Hjörleifs Guttormssonar á útgáfufagnaði Ferðafélags Íslands 27. ágúst 2024

Kæru samfélagar í Ferðafélagi Íslands. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Ferðafélagi Íslands, starfsmönnum þess...

Á toppi Matterhorns

Síðustu helgi klifu Tómas Guðbjartsson og Matthías Sigurðsson 4478 metra háan tind Matterhorns.

FÍ fagnar Þórsmerkurþjóðgarði

Ferðafé­lag Íslands fagn­ar því að um­hverf­is­ráðuneytið íhugi að stofna þjóðgarð í Þórs­mörk og ná­grenni.

75 ára á 9 tindum Tindfjalla

Mæðgurnar Helga Sveinbjarnardóttir 75 ára og dóttir hennar Laufey Jakobsdóttir gerðu sér lítið fyrir og gengu á 9 tinda Tindfjalla með Ferðafélagi Íslands, þar sem Hjalti Björnsson leiddi för. Helgu hafði alltaf dreymt um að ganga um í Tindfjöllum og þegar nálgaðist 75 ára afmæli hennar þá ákvað Laufey að gefa móður sinni þessa ferð í afmælisgjöf, 9 tinda Tindfjalla með FÍ. Helga hefur alla tíð verið létt á fæti, gengið mikið og verið dugleg að synda en ekki með mikla reynslu af fjallgöngum. Þrátt fyrir það gekk Helga á alla 9 tindana með seigluna og löngunina til að lára alla tindana, sem tókst...

Rennandi vatn í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi

Nú er komið rennandi vatn í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Ferðafélagið hefur í mörg ár unnið að því að koma vatni á í Baldvinsskála og eftir fjölmargar rannsóknar- og vettvangsferðir, mælingar og verkfræðilegar vangaveltur þá er rennandi vatn komið á í Baldvinsskála. Stefán Jökull Jakobsson umsjónarmaður skála FÍ og Daníel Guðmundsson, hans aðstoðarmaður kláruðu þetta verkefni í dag.

Forseti Íslands sæmdur gullmerki FÍ

Heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í Árneshrepp á Ströndum í máli og myndum:

Ferðaáætlun FÍ 2024 - allar ferðir

Hér má með einföldum hætti sjá allar ferðir í ferðaáætlun FÍ 2024; https://www.fi.is/is/ferdir/allar-ferdir. Auk þess má leita á leitarvél að styttri ferðum, sumarleyfisferðum, ferðafélags barnanna ferðum og ferðum deilda FÍ.

Opið í alla skála FÍ á fjöllum

Nú er búið að opna alla skála FÍ á fjöllum eftir frekar erfiðar aðstæður á fjöllum í júní. Skálaverðir mættu til starfa á Laugaveginum uppúr miðjum júní og hófu undirbúning fyrir opnum. Skálaverðir eru einnig mættir til starfa í Nýjadal, í Norðurfirði, í Hornbjargsvita og í Hvítárnesi. Sumarið og sólin hefur verið að sína sig fjöllum og ferðafólk átti til að mynda frábæra daga i í Langadal Þórsmörk um nýliðina helgi.

Gönguhópur sem faðmar tré

Ferðafélag Íslands er eitt stærsta lýðheilsufélag landsins, segir Ólöf Kristín Sivertsen forseti FÍ. Þar á hún reyndar ekki endilega við að félagið hafi breyst í þessa veru til að vera í takt við tíðaranda, heldur hafi það unnið í þágu lýðheilsu allar götur frá stofnun þess árið 1927. Ólöf segir að félagið hafi alla tíð haft það að markmiði að efla heilbrigði og lífsgæði fólks með ferðalögum, hreyfingu og útivist í góðum félagsskap.