Opið í Langadal
05.05.2023
Búið er að opna skála FÍ í Langadal og skálavörður mættur til starfa. Skálafólk FÍ mætti til starfa í Langadal um sl. helgi og eitt af fyrstu verkefnum þeirra var að koma göngubrú FÍ á sinn stað yfir Krossá. Útlit er fyrir að skálar FÍ á hálendinu fyrr en oft áður eftir frekar snjóléttan vetur en Vegagerðin og Umhverfisstofnun gefa á næstu vikum nánari upplýsingar um opnun vega og svæða á hálendinu.