Fréttir úr starfi félagsins

Opið í Langadal

Búið er að opna skála FÍ í Langadal og skálavörður mættur til starfa. Skálafólk FÍ mætti til starfa í Langadal um sl. helgi og eitt af fyrstu verkefnum þeirra var að koma göngubrú FÍ á sinn stað yfir Krossá. Útlit er fyrir að skálar FÍ á hálendinu fyrr en oft áður eftir frekar snjóléttan vetur en Vegagerðin og Umhverfisstofnun gefa á næstu vikum nánari upplýsingar um opnun vega og svæða á hálendinu.

Úlfarsfell 2000 - 18 maí kl. 18.00

Ferðafélag Íslands, World Class og Fjallakofinn standa fyrir fjölskyldugöngu á Úlfarsfell þann 18 mai nk. kl. 18.00. Um er að ræða skemmtigöngu þar sem Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna mæta og syngja og skemmta fólki á Hákinn, sléttunni undir hæsta hluta fjallsins . Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er heiðursgestur í göngunni.

Fuglaskoðun í Grafarvogi á degi verkalýðsins


Morgungöngur hefjast 1.maí.

Hinar árlegu morgungöngur Ferðafélags Íslands hefjast mánudaginn 1. mai.

Gleði við hvert fótspor

„Markmiðið með Ferðafélagi barnanna hefur ávallt verið að skapa skemmtilegan vettvang fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að njóta útiveru, takast á við nýjar og spennandi áskoranir og hafa einafaldlega gaman af því að leika sér úti.“ Þetta segir Hrönn Vilhjálmsdóttir sem nú leiðir starf Ferðafélags barnanna innan FÍ, ásamt manni sínum Herði Harðarssyni. Óhætt er að segja að þessi uppskrift að félagsskap hafi virkað með stæl því starfið hefur notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi. Þau eru því orðin býsna mörg börnin sem hafa sótt lengri og skemmri ferðir á vegum Ferðafélags barnanna.

Austfjarðarveisla - á skíðum skemmti ég mér

Nokkur sæti eru í laus í Austfjarðarveisluna, 4 daga fjallaskíðaferð með FÍ. Í ferðinni er skinnað á fjallaskíðum á Snæfell, Kistufell, Hólmatind og Hoffell.

Léttar gönguferðir fyrir eldri og heldri á vegum F.Í.


Ferðafélag Íslands – Árbók 2023 / FLÓINN – MILLI ÖLFUSÁR OG ÞJÓRSÁR

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út 96. árið í röð. Eins og titill bókarinnar, Flóinn – milli Ölfusár og Þjórsár, gefur til kynna er fjallað um undirlendi Árnessýslu sem markast nokkurn veginn af Ölfusá í vestri, Hvítá í norðri, Þjórsá í austri og strandlengjunni milli árósanna í suðri.

Umfangsmikið og fjölbreytt starf

Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ flutti skýrslu stjórnar á aðalfundi félagsins þann 16 mars sl. Sigrún kom víða við í ræðu sinni og fór yfir umfangsmikið og fjölbreytt starf félagsins. Meðal annars fór hún yfir ferðir, fjalla- og hreyfiverkefni félagsins en þegar mest var voru um 25 fjalla- og hreyfiverkefni í gangi á sl. ári. Þá greindi hún frá starfi Ferðafélags barnanna og samstarfsverkefnum,

Fjölbreytt námskeið í boði

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjölda námskeiða sem miða öll að því að auka þekkingu og færni fjallafólks. Má þar nefna gps námskeið, snjóflóðanámskeið, fjallamennsku I ogII, námskeið í skyndihjálp, fjallaskíðanámskeið, þverun straumvatna, skyndihjálp í óbyggðum, jöklabroddanámskeið og fjölmörg önnur. Ferðafélagsfólk og fjallafólk er hvatt til að kynna sér námskeiðin sem eru í boði og skrá sig og bæta við þekkingu sína og færni.