Ferð: Móskarðshnúkur og Stóri Skógarhvammur

Móskarðshnúkur og Stóri Skógarhvammur

FÍ Örgöngur
Lýsing

Gangan hefst við gömlu námuna í Undirhlíðum við Bláfjallaveg. Gengið er suðvestur eftir Undirhlíðarhálsi þar til komið er að Móskarðshnúk og fallega mótaðri móbergsskál sem stendur upp úr Undirhlíðahryggnum.
Áfram er haldið að Melrakkaskarði þar sem farið er niður á jafnsléttu. Leiðin liggur milli hrauns og hlíðar að Stóra-Skógarhvammi. Þar var stunduð skógrækt af kappi frá 1959 til 1964 þegar drengir sem dvöldu í Krýsuvík gróðursettu nokkur hundruð þúsund tré. Þarna voru minjar um gróskumikið skógarkjarr sem var að mestu nauðbitið og eytt þegar landið var girt árið 1959.
Þetta er merkilegur reitur utan alfaraleiðar. Á bakaleiðinni er komið við á lágri hæð sem heitir Stakur og síðan gengið upp á Bungu þar sem gangan hófst. Göngutími: 3–4 klst.


Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.

Brottför/Mæting
kl. 10:30 við gömlu námuna í Undirhlíðum við Bláfjallaveg
Fararstjórn

Jónatan Garðarsson

Innifalið
Fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • Hleðslubanki