Ferð: Setberg og Setbergshamar

Setberg og Setbergshamar

Örgöngur í Hafnarfirði og nágrenni
Lýsing

Gengið frá bílastæði við leikskólann Hlíðarberg eftir stíg sem liggur að Háabergi þar sem fjósið og hlaðan á Setbergi stóðu, en súrheysturninn er núna hluti af íbúðarhúsi.
Þaðan er farið að tóftum gamla Setbergsbæjarins, sem var meðal veglegustu torfbæja í hinum forna Álftaneshreppi.
Þá er gengið eftir Hólsbergi að gömlu tröðinni og Galdraprestshólnum og síðan í áttina að Setbergshamri.
Þó svo að hamarinn sé ekki mjög hár er útsýni af honum til allra átta. Þar eru m.a. minjar frá seinni heimsstyrjöldinni.
Gengið er eftir götunum Stuðlabergi, Ljósabergi, Þórsbergi, Glitbergi og Fagrabergi á leiðinni til baka að upphafsstað. Göngutími: 1,5–2 tímar


Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.

Brottför/Mæting
kl. 20:00 frá bílastæði við leikskólann Hlíðarberg
Fararstjórn

Jónatan Garðarsson

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • Hleðslubanki