Fljótin og dalirnir fjórir
- Lýsing
Þrjár áhugaverðar leiðir í Fljótum og Fjallabyggð ásamt göngu á fjallstind, með frábæru útsýni, á þremur þægilegum göngudögum.
Björn Z., er höfundur göngubókar um svæðið, Fjallabyggð og Fljót, sem Ferðafélag Íslands gaf út fyrir nokkrum árum.
Gist er í uppbúnum rúmum í tveggja manna herbergjum á gistiheimilinu Gimbur í Fljótum.
Hægt er að panta einstaklingsherbergi gegn aukagreiðslu. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu FÍ.
- Fararstjórn
Björn Z. Ásgrímsson og Sunna Lilja Björndóttir.
- Innifalið
- Gisting, morgunmatur, nesti, rúta og farastjórn
Búnaður
Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð
Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.
Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
- Hleðslubanki
Í trússtöskunni
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna
- Tjald og tjalddýna
- Prímus og eldsneyti
- Eldspýtur
- Pottur
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Vasahnífur / skæri
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Fróðleikur
Eftirfarandi árbók og rit fjallar um svæðið og hægt er að kaupa þær í vefverslun okkar.
Greiðslumöguleikar
- Kreditkort / Debetkort: Greitt í einni greiðslu við bókun.
- Bankamillifærsla: Greitt í einni greiðslu.
Þegar skráningu í ferð hefur verið lokið sendir skrifstofa FÍ greiðsluupplýsingar.
Greiðsla með millifærslu er því ekki gerð fyrr en bókun er staðfest. - Raðgreiðslusamningur: Lágmarks upphæð kr. 67.000.
Hægt er að gera samning með því að hafa samband við skrifstofu FÍ. - Netgíró: Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ef óskað er eftir að greiða ferð í gengum Netgíró.
Raðgreiðslur og Netgíró fara eftir kjörum viðkomandi þjónustuaðila.
Við hvetjum ferðalanga til að kynna sér vexti og skilmála áður en samningur er gerður.
Undirbúningur
Þátttakendur í ferð með FÍ hafa kynnt sér leiðarlýsingu og eru meðvitaðir um landslag og aðstæður sem leið ferðarinnar liggur um. Í ferðalýsingum má finna upplýsingar um aðbúnað, áætlaðan göngutíma, vegalengdir og hækkun.
Hér má kynna sér viðmið um erfiðleikastig ferða betur.
Gönguferðir og fjallgöngur eru besti undirbúningar fyrir ferðir FÍ og má t.d. nefna gönguferðir á Úlfarsfell, Helgafell eða Esju fyrir höfuðborgarbúa eða sambærileg fjöll eftir búsetu.
Almennt er gist í svefnpokaplássum í ferðum FÍ nema annað sé tekið fram.
Leiðarlýsing
1.d., fimmtud. Fundur kl. 20 í Gistihúsinu Gimbur í Fljótum. Farið yfir dagskrá næstu daga.
2.d. Barðshyrna: Ekið á einkabílum að upphafsstað göngunnar við kirkjuna að Barði í Fljótum . Gengið á Barðshyrnu (750 m) sem er fremsti hluti fjallgarðsins sem skiptir sveitinni í Vestur- og Austur Fljót. Gengið er eftir fjallshryggnum í átt að Súlum með frábæru útsýni yfir Fljótin. Síðan er haldið niður í Brunnárdal og gengið niður að upphafsstað göngunnar. Ganga: 9–10 km. Hækkun: 700 m. Göngutími: um 4–5 klst.
3.d. Unadalsjökull: Ekið á einkabílum að upphafsstað við Þrasastaði í Stíflu og bílum lagt þar. Gengin er hringleið um fjóra dali sem hefst á því að gengið er inn Móafellsdal með stefnu á Unadalsjökul. Af jöklinum er horft niður Unadal í vestur og Svarfaðardal til austurs. Um Unadalsjökul var þjóðleið úr Fljótum til Hóla yfir Hákamba. Síðan gengið niður að Svartagilsbrúnum í átt að Hvarfdalsskarði. Að lokum er gengið niður Hvarfdal í faðmi hárra fjalla og Hvarfdalsánni fylgt í átt að Stífluá, göngu lýkur við Þrasastaði. Ganga: 17 km. Hækkun 700 m. Göngutími: um 7–8 klst.
4.d. Botnaleið (Siglufjörður–Fljót): Ekið á einkabílum að Lambanes-Reykjum. Þar verða bílarnir skildir eftir við gamla þjóðveginn til Siglufjarðar og hópurinn sóttur með rútu sem ekur að upphafsstað göngunnar, Hólsdal í Siglufirði. Gengið upp svokallaða Botna og Blekkilsánni fylgt í átt að Botnaleiðarskarðinu. Af skarðinu er gott útsýni yfir Fljót og til Siglufjarðar. Frá Botnaleiðarfjallinu er síðan gengið niður Bolahrygg í Stóruskál, til Torfdals og yfir göngubrú á samnefndri á. Að lokum er gengið spölkorn að bílunum við Lambanes-Reyki. Kveðjustund og ferðalok. Ganga: 8 km. Hækkun 700 m. Göngutími: um 5–6 klst.
Aðrar ferðir á Norðurland sumarið 2026
- 6 - 10. maí. Söguganga: Siglufjörður
- 10 - 12. júlí. Gengið með útvörðum Tröllaskagans
- 16 – 19. júlí. Fljótin og dalirnir fjórir
- 14 –18. ágúst. Glæsiveisla í Flatey á Skjálfanda






