Ferð: Gengið með útvörðum Tröllaskagans

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei

Gengið með útvörðum Tröllaskagans

Lýsing

Krefjandi þriggja daga tjaldferð með allt á bakinu um brattar gönguleiðir yst á Tröllaskaga, frá hæstu fjallshryggjum að fjöruborði. Farið er um brattar og lausar skriður og því þurfa göngumenn að vera lausir við lofthræðslu, fótvissir og brattgengir. Leiðirnar eru hrikalega fallegar með fjölskrúðugu fuglalífi og magnaðri sögu frá fyrri tíð. Sögusvið bóka Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini o.fl.

Fararstjóri er höfundur göngubókar um svæðið, Fjallabyggð og Fljót sem Ferðafélag Íslands gaf út fyrir nokkrum árum.

Brottför/Mæting
Kl. 7:30 á bryggjuna við Síldarminjasafnið. Brottför kl. 8
Fararstjórn

Björn Z. Ásgrímsson og Anna Lind Björnsdóttir 

Innifalið
Sigling, akstur frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir bakpokaferð

Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.

Ýmislegt

  • Bakpoki, ekki of stór
  • Svefnpoki, léttur og hlýr
  • Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
  • Tjald og tjalddýna
  • Göngustafir
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Höfuðljós
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Broddar, ef þurfa þykir
  • Peningar
  • Hleðslubanki

Snyrtivörur / sjúkravörur

  • Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
  • Verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði / þvottapoki
  • Sólvarnarkrem og varasalvi
  • Eyrnatappar

Mataráhöld / eldunartæki

  • Prímus, eldsneyti og pottur
  • Eldspýtur
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Vasahnífur / skæri

Fatnaður

  • Góðir gönguskór
  • Vaðskór / skálaskór
  • Tvö pör mjúkir göngusokkar
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Nærbuxur til skiptana
  • Nærföt, ull eða flís
  • Flís- eða ullarpeysa
  • Millilag úr ull eða flís
  • Göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar

Matur

  • Frostþurrkaður matur
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Haframjöl
  • Smurt brauð og flatkökur
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Fróðleikur

Eftirfarandi árbók og rit fjallar um svæðið og hægt er að  kaupa þær í vefverslun okkar.

Greiðslumöguleikar

  • Kreditkort / Debetkort: Greitt í einni greiðslu við bókun.
  • Bankamillifærsla: Greitt í einni greiðslu.
    Þegar skráningu í ferð hefur verið lokið sendir skrifstofa FÍ greiðsluupplýsingar.
    Greiðsla með millifærslu er því ekki gerð fyrr en bókun er staðfest.
  • Raðgreiðslusamningur: Lágmarks upphæð kr. 67.000.
    Hægt er að gera samning með því að hafa samband við skrifstofu FÍ.
  • Netgíró: Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ef óskað er eftir að greiða ferð í gengum Netgíró.

Raðgreiðslur og Netgíró fara eftir kjörum viðkomandi þjónustuaðila.
Við hvetjum ferðalanga til að kynna sér vexti og skilmála áður en samningur er gerður.

Undirbúningur

Þátttakendur í ferð með FÍ hafa kynnt sér leiðarlýsingu og eru meðvitaðir um landslag og aðstæður sem leið ferðarinnar liggur um. Í ferðalýsingum má finna upplýsingar um aðbúnað, áætlaðan göngutíma, vegalengdir og hækkun.
Hér má kynna sér viðmið um erfiðleikastig ferða betur.

Gönguferðir og fjallgöngur eru besti undirbúningar fyrir ferðir FÍ og má t.d. nefna gönguferðir á Úlfarsfell, Helgafell eða Esju fyrir höfuðborgarbúa eða sambærileg fjöll eftir búsetu.

Almennt er gist í svefnpokaplássum í ferðum FÍ nema annað sé tekið fram.

Vinsamlegast kynnið ykkur ferðaskilmála Ferðafélag Íslands. 

Leiðarlýsing

1.d., föstud. Lagt af stað frá bryggjunni við Síldarminjasafnið um kl. 8:00, siglt til Sigluness þar sem ganga hefst. Saga staðarins rifjuð upp og litið á mannvistarleifar. Gengið fram á Nestá og skoðaðar rústir verbúða fyrri alda. Síðan er gengið norður fyrir Nesnúp inn Nesdal um Pútuskörð til Héðinsfjarðar og tjaldað við Vík nærri í botni fjarðarins. Ganga: 15 km. Hækkun: 500 m. Göngutími 6 – 7 klst.

2.d. Gengið frá Vík út með Héðinsfirði að austanverðu með Víkurströnd í átt að Músardal. Ef aðstæður leyfa verður gengin fjaran undir hinum hrikalegu Hvanndalaskriðum, fyrir forvaða og kletta í átt til Hvanndala, annars yfir Víkurbyrðu. Tjaldað við tóftir eyðibýlis Hvanndala. Litast um í Hvanndölum og sagt frá lífsbaráttu fyrri tíma í einu hrikalegasta byggðarlagi landsins. Leitað að lífgrösum í Ódáinsakri. Ganga: 10–14km. Hækkun: 100 m ef fjaran er gengin, annars um 750 m ef farið er yfir Víkurbyrðu. Göngutími: 6–8 klst.

3.d. Haldið frá Hvanndölum áleiðis til Ólafsfjarðar. Gengið yfir í Sýrdal um Selskál og þaðan þrætt upp Gjána á Hvanndalabjargið sem er hæsta standberg við sjó á Íslandi með gríðarfallegu útsýni. Síðan er gengið niður í Fossdal og að lokum að Kleifum í Ólafsfirði, þar sem rútan bíður hópsins og ekur til Siglufjarðar. Ganga:11 km. Hækkun: 600m. Göngutími: 6–7 klst.

Aðrar ferðir á Norðurland sumarið 2026