Smellið á bláa hnappinn hér uppi til hægri til að bóka skálagistingu.
Baldvinsskáli á Fimmvörðuhálsi er A laga sæluhús. Gengið er inn í anddyri og þaðan inn í lítinn matsal/eldhús. Á efri hæð hússins er svefnloft þar sem 16 manns geta sofið. Einfaldur kamar stendur skammt frá skálanum. Ekkert rennandi vatn er á svæðinu, hvorki við kamarinn né inni í skálanum. Við mælum með því að fólk komi með smá vatnsbirgðir.
Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er ein vinsælasta gönguleið landsins en veðrið á hálsinum er oft óútreiknanlegt og ótryggt og nauðsynlegt að hafa í einhver hús að leita á leiðinni. Fyrsta sæluhúsið var reist á þessum stað árið 1974 og var húsinu valin staðsetning miðað við reynslu gangna- og leitarmanna á því hvar mesta þörfin væri á skjólshúsi.
Upplýsingar
- GPS staðsetning: N 63°36.665 - W 019°26.471
- Símanúmer: 823 3399
- Hæð yfir sjávarmáli: 900m
- Næsti skáli: Þórsmörk
- Aðgengi: Gangandi
- Farsímasamband: Já
- Skálavörður: Á sumrin