Hvítárnes
Smellið á hnappinn hér uppi til hægri til að bóka skálagistingu.
Sæluhúsið í Hvítárnesi er elsti skáli Ferðafélags Íslands. Húsið er reist 1930 og er byggingin friðuð.
Skálinn er á tveimur hæðum og þar geta 30 manns sofið. Á neðri hæðinni er anddyri, lítið og þröngt eldhús og tvö herbergi með kojum. Á efri hæðinni er svefnloft með dýnum á gólfinu og lítið herbergi með dýnum.
Í eldhúsinu er rennandi vatn, gashellur og eldhúsáhöld. Salernishús er spölkorn frá skálanum en engar sturtur. Tjaldað er á grasbala við salernishúsið.
Upplýsingar
- GPS staðsetning: N 64°37.007 – W 19°45.394
- Símanúmer: 655 0173
- Hæð yfir sjávarmáli: 550m
- Næsti skáli: Þverbrekknamúli og Hagavatn
- Aðgengi: Á jeppum
- Skálavörður: Á sumrin