Ferð: Ásfjall í Hafnarfirði

Suðvesturland

Ásfjall í Hafnarfirði

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar
Lýsing

Fjórða fjallgangan af sex í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar. Eftir gott sumarfrí göngum við í kringum hina fallegu Ástjörn í Hafnarfirði og á Ásfjall sem einhverjir segja að sé lægsta fjall Íslands. Þrátt fyrir að Ásfjall sé ekki ýkja hátt eða einungis um 127 m. er frábært útsýni af því yfir höfuðborgarsvæðið. Tilvalið að skella sér í sund að göngu lokinni. Þau sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningaskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna.

Muna eftir nesti og góðum skóm. 2 klst.

Brottför/Mæting
Kl. 17 frá Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Fararstjórn

Hrönn Vilhjálmsdóttir og Hörður Ingþór Harðarson.

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar

 

Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta!