Ferð: Reykjadalur - Hveragerði

Suðvesturland

Reykjadalur - Hveragerði

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar
Lýsing

Sjötta og síðasta gangan í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar. 

Yndisleg ganga í Reykjadal sem er upp af Hveragerði, þar er volgur lækur sem mikið ævintýri er að baða sig í. Hittumst í Olís Norðlingaholti kl. 10 og keyrum þaðan í samfloti á einkabílum en 27 mínútna keyrsla er frá Olís að bílastæðinu við Reykjadal. Við gerum ráð fyrir að leggja af stað gangandi um kl. 10:40. Gangan sjálf er 8 km löng (fram og tilbaka) með um 330m hækkun. Stígar eru alla leið svo gangan er nokkuð þægileg.

Mikilvægt að mæta vel klædd, með gott nesti og sundföt fyrir þá sem vilja dýfa sér í lækinn.

Þau sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningaskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna.

Brottför/Mæting
Kl. 10:00 frá Olís í Norðlingaholti
Fararstjórn

Hrönn Vilhjálmsdóttir og Hörður Ingþór Harðarson.

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar

Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta!