Hvað ætlarðu að gera úti í ár?

Svona líður okkur iðulega þegar við förum út enda fátt skemmtilegra en útivera í góðum hópi. Myndin …
Svona líður okkur iðulega þegar við förum út enda fátt skemmtilegra en útivera í góðum hópi. Myndin frá Einari Ragnari úr göngu með FÍ Alla leið.

Þið þekkið það líklega flest hvað hreyfing úti í náttúrunni gerir okkur gott. Það getur þó stundum reynst okkur erfitt að koma okkur út því það er auðveldast að velja sófann, sérstaklega þegar ekki er logn og heiður himinn. Það eykur því líkurnar að við drífum okkur út ef við erum hluti af hópi sem fer saman í alls kyns leiðangra um fjöll og firnindi. 

Ólík verkefni í boði

Þetta árið bjóðum við upp á alls kyns útiverkefni og á næstu dögum höldum við kynningarfundi fyrir nokkur þeirra. 

Laugardaginn 4. janúar kynnum við gönguhópinn Suðurnesjafólk í Salthúsinu í Grindavík kl. 16:00

Þriðjudaginn 7. janúar kynnum við Léttfeta, Fótfrá og Þrautseig í sal FÍ kl. 20:00

FÍ Léttfeti

FÍ Fótfrár

FÍ Þrautseigur

Miðvikudaginn 8. janúar kynnum við Alla leið í sal FÍ kl. 19:00

FÍ Alla leið

Fimmudaginn 9. janúar kynnum við Jóga og göngur í risi FÍ kl. 20:00

FÍ Jóga og göngur

Kynningarfundi um Fyrsta skrefið er lokið en enn er hægt að skrá í verkefnið.

FÍ Fyrsta skrefið

Við hvetjum alla til að kynna sér þessi verkefni sem og auðvitað áætlunina fyrir árið sem er hér á síðunni og verður póstlögð þann 10. janúar til félagsmanna okkar.