Fréttir

Rúmlega eitt hundrað FÍ Landvættir í Bláalónsþraut

Rúmlega eitt hundrað þátttakendur í Landvættaverkefni Ferðafélags Íslands luku keppni í mjög vel heppnaðri sextíu kílómetra Bláalónsþraut á fjallahjólum um liðna helgi og hafa þar með lokið helmingi þeirra þrauta sem heyra til Landvættaáskoruninnar.

Fjallabyggð og Fjót - nýtt fræðslurit FÍ

Það er fátt sem jafnast á við mikilfengleika ysta hluta Tröllaskagans. Fjölbreytnin þar er mikil, há og tignarleg fjöll, hamraborgir, fjallaskörð, grösugir dalir, dalverpi og skálar með sjaldgæfum gróðri. Dýra- og fuglalíf er mikið þar sem margar leiðir liggja nálægt sjó. Höfundur ritsins er Björn Z. Ásgrímsson. Hann hefur stundað leiðsögn á utanverðum Tröllaskaga um árabil, þekkir svæðið vel frá unga aldri í gönguferðum, við smalamennsku og á skíðum.

Afmælisfjallganga Ferðafélags barnanna fimmtudaginn 13. júní kl. 19

Allir krakkar og fjölskyldur þeirra eru boðin hjartanlega velkomin í afmælisfjallgöngu Ferðafélags barnanna fimmtudaginn 13. júní kl. 19 á Helgafell í Hafnarfirði. Ingó veðurguð ætlar að koma með gítarinn og halda uppi fjörinu og Fjallakofinn sem jafnframt fagnar 15 ára afmæli ætlar að gefa öllum duglegum krökkum afmælisglaðning. Þetta verður alvöru afmælisveisla og eru allir vinir Ferðafélags barnanna hjartanlega velkomnir!

Flestir skálar mannaðir nú um helgina

Nú um helgina verða komnir skálaverðir í alla skála FÍ nema Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en þar verða komnir skálaverðir 15. júní.

Hornstrandir eru draumalandið

Mjög marga dreymir um að komast í friðlandið á Hornströndum en það tilheyrir örfáum stöðum á jörðinni þar sem unnt er að mæta sögunni innan um rústir, tóftir og gömul hús en líka að sjá mögnuð víðerni og vera á blettum sem gefa þá mynd að þú sért fyrsta manneskjan til að standa nákvæmlega þar sem iljar þínar eru. Þetta er líklega eini staðurinn á Íslandi þar sem þú getur horfst í augu við heimskautaref af tveggja metra færi og hann lætur sér fátt um finnast enda á hann landið eins og hann gerði áður en maðurinn kom hingað fyrst.

Fararstjórinn sem Ferðafélagið bjargaði

Þótt mörgum sé hlýtt til Ferðafélagsins þá eru ekki jafnmargir sem telja félagið hreinlega lífgjafa sinn. En þannig er það nú bara í tilviki Reynis. Fyrir hartnær tveimur áratugum var hann þannig staddur að líkurnar til langlífis voru hartnær engar.

Gleði á tíu ára afmæli 
hjá Ferðafélagi barnanna

„Markmiðið með Ferðafélagi barnanna hefur ávallt verið að skapa skemmtilegan vettvang fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að njóta útiveru, takast á við nýjar og spennandi áskoranir og hafa einafaldlega gaman af því að leika sér úti.“

Samstarf um öryggi

Ferðafélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning. Ferðafélagið styrkir starf Hálendisvaktar Landsbjargar og félögin vinna sameiginlega að öryggismálum ferðamanna, bæði með fræðslustarfi m.a. skiltum sem sett eru upp við fjölfarnar gönguleiðir, stikunum leiða og merkingum.

Sumarnætur

Hvað er fegurra eða friðsælla en töfrar íslenskrar sumarnætur þegar jörðin ilmar af gróðri, fjöllin dotta ofan í lognkyrr vötnin og jörðin sefur? Þetta er tíminn þegar döggin glitrar á birkilaufi og lyngi, þegar birtubrigðin slá bjarma yfir land og haf. Tíminn þegar öll skilningarvit opna sig fyrir magni náttúrunnar, þögnin verður allt að því hávær og okkur finnst við heyra jörðina anda.

Hálendið & opnanir skála

Búið er að opna veg 208 frá Sigöldu og Dómadalsleið F225 að Landmannalaugum.