Fréttir

Ferðakynningar standa yfir

Kynningarfundir fyrir ferðir sumarsins eru að hefjast.

Hvaða aðferðir henta þér til að minnka kolefnissporið

Ókeypis námskeið fyrir félaga í Ferðafélagi Íslands. Loftslagsvernd í verki, glænýtt 6 – 8 vikna námskeið á vegum Landverndar, ætlað einstaklingum sem vilja prófa sig áfram og leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsins. Námskeiðið er valdeflandi ferli sem miðar að því að styðja þátttakendur til að finna eigin leiðir til að draga úr kolefnissporinu. Námskeiðið er unnið í litlum hópum og með gagnvirkri þátttöku í Vefskóla Landverndar. Námskeiðið býðst endurgjaldslaust fyrir þig kæri félagi í Ferðafélagi Íslands, sama hvar þú ert á landinu.

Eldri og heldri af stað á ný

Skipulagðar göngur fyrir eldri og heldri félaga FÍ hefjast á ný þann 19. apríl nk. undir stjórn Ólafar Sigurðardóttur.

Hjól og fjall af stað aftur

Um helgina hefst á ný verkefni á vegum FÍ sem heitir Hjól og fjall. Verkefnið er fullskipað áköfum hjólagörpum sem geta varla beðið.

FÍ kvennakraftur

Æfinga- og útivistarverkefni fyrir konur

Árbók FÍ 2021 um Laugaveginn í prentun

Ferðafé­lag Íslands gaf út sína fyrstu ár­bók árið 1928. Árbók­in hef­ur síðan komið út ár­lega í ólit­inni röð og er ein­stæður bóka­flokk­ur um land og nátt­úru. Hver bók fjall­ar venju­lega um til­tekið af­markað svæði á land­inu og nær efni þeirra nú um landið allt, víða í annað eða jafn­vel þriðja sinn. Árbæk­urn­ar eru því í raun al­tæk Íslands­lýs­ing og gefa í senn ferðafólki góðar ferðaupp­lýs­ing­ar ásamt því að veita inn­sýn í sögu og þjóðleg­an fróðleik.

Vetrarfjallamennska - öryggisreglur

Ferðafélag Íslands hefur unnið áhættumat fyrir vetrarfjallamennsku. Góður undirbúningur, réttur búnaður, ferðaáætlun, varaplan, ferðast í hóp eru á meðal mikilvægra atriða sem þarf að hafa í huga þegar ferðast er til fjalla að vetrarlagi.

Nýtt tölublað af Úti

Nýtt tölublað af útivistartímaritinu Úti er komið í búðir

Öræfajökul að vori

Fjöl­marg­ir ganga á hæstu tinda Öræfa­jök­uls á vor­dög­um. Al­geng­ast er að ganga á jök­ul­inn í maí þegar dag­arn­ir eru lang­ir og bjart­ir, veðrið orðið betra og oft snjór í sprung­um. Jökla­göng­ur á hæstu tinda Öræfa­jök­uls geta tekið 12-15 klst. og því er mik­il­vægt að vera í góðu lík­am­legu formi og með all­an rétt­an búnað til ferðar­inn­ar.

Ferðir, skálar og verkefni FÍ eftir nýjar sóttvarnarreglur

Vegna breytinga á sóttvarnarreglum og hertra samkomutakmarkanna sem tóku gildi á miðnætti breytir Ferðafélag Íslands starfsemi sinni sem hér segir. Allir skálar félagsins eru lokaðir til 15. apríl. Öllum námskeiðum,t.d. gps námskeiðum og vetrarfjallanámskeiðum er frestað og öllum almennum ferðum er frestað eða aflýst nema hægt sé að tryggja 9 + 1.