Nýtt "Þórsmerkurljóð"
16.09.2021
10-12 september s.l var efnt til kvennaferðar á vegum Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Hópurinn var undir leiðsögn Eyrúnar Viktorsdóttur og Völu Húnboga. Kvennaferðir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og var verulega glatt á hjalla í Skagfjörðsskála í Langadal þar sem Ferðafélagsfólk hefur skemmt sér frá 1954.




