Allir út að hreyfa sig
24.03.2021
Rannsóknir sýna að hreyfing hefur mikil og góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Flest öll finnum við hvað það gerir okkur gott að fara út og hreyfa okkur. Það er manneskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku lofti. Með reglulegri útivist bætum við líkamlegt form og aukum andlega vellíðan. Sýnt hefur verið fram á að félagslegur stuðningur er mjög mikilvægur. Hringja í vin, vera í hóp og fá stuðning frá öðrum getur gert gæfumuninn fyrir suma til að fara út og hreyfa sig.