Dagskrá FÍ fjalla- og hreyfiverkefna frestað
23.11.2020
Ferðafélag Íslands frestar dagskrá fjalla- og hreyfiverkefna félagsins. Um leið er skipt yfir í heimaverkefni, einstaklingsgöngur í nærumhverfi, þrautir, leiki og félagslegan stuðning á samfélagsmiðlum verkefna. Ferðafélag Íslands minnir á almannavarnagöngur FÍ sem félagið fór af stað með sl. vor.




