Ferðafélag Íslands gaf út sína fyrstu árbók árið 1928. Árbókin hefur síðan komið út árlega í ólitinni röð og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Hver bók fjallar venjulega um tiltekið afmarkað svæði á landinu og nær efni þeirra nú um landið allt, víða í annað eða jafnvel þriðja sinn. Árbækurnar eru því í raun altæk Íslandslýsing og gefa í senn ferðafólki góðar ferðaupplýsingar ásamt því að veita innsýn í sögu og þjóðlegan fróðleik.
Ferðafélag Íslands hefur unnið áhættumat fyrir vetrarfjallamennsku. Góður undirbúningur, réttur búnaður, ferðaáætlun, varaplan, ferðast í hóp eru á meðal mikilvægra atriða sem þarf að hafa í huga þegar ferðast er til fjalla að vetrarlagi.
Fjölmargir ganga á hæstu tinda Öræfajökuls á vordögum. Algengast er að ganga á jökulinn í maí þegar dagarnir eru langir og bjartir, veðrið orðið betra og oft snjór í sprungum. Jöklagöngur á hæstu tinda Öræfajökuls geta tekið 12-15 klst. og því er mikilvægt að vera í góðu líkamlegu formi og með allan réttan búnað til ferðarinnar.
Vegna breytinga á sóttvarnarreglum og hertra samkomutakmarkanna sem tóku gildi á miðnætti breytir Ferðafélag Íslands starfsemi sinni sem hér segir. Allir skálar félagsins eru lokaðir til 15. apríl. Öllum námskeiðum,t.d. gps námskeiðum og vetrarfjallanámskeiðum er frestað og öllum almennum ferðum er frestað eða aflýst nema hægt sé að tryggja 9 + 1.
Rannsóknir sýna að hreyfing hefur mikil og góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Flest öll finnum við hvað það gerir okkur gott að fara út og hreyfa okkur. Það er manneskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku lofti. Með reglulegri útivist bætum við líkamlegt form og aukum andlega vellíðan. Sýnt hefur verið fram á að félagslegur stuðningur er mjög mikilvægur. Hringja í vin, vera í hóp og fá stuðning frá öðrum getur gert gæfumuninn fyrir suma til að fara út og hreyfa sig.
Aðalfundi Ferðafélags Íslands sem vera átti í mars er frestað vegna sóttvarnarreglna og fjöldatakmarkana í samkomuhaldi. Fundurinn verður auglýstur með lögbundnum fyrirvara um leið slakað verður á sóttvarnarreglum.
Stjórn FÍ.