Fjallaskíðaferð á Hvannadalshnúk
12.05.2024
Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta fjalladýrðar og náttúru sem við erum svo rík af. Möguleikar til að stunda útivist á fjöllum eru fjölmargir. Fjallgöngur, fjallahlaup, sleðaferðir, jeppaferðir, hestaferðir, gönguskíði og þannig mætti lengi telja. Fjallaskíðun er ein tegund af útivist og hefur notið sífellt meiri vinsælda á síðustu árum. Fjallaskíðaferðir Ferðafélags Íslands hafa á síðustu árum notið mikilla vinsælda.




