Fréttir

Samtal um ábyrgar fjallahjólreiðar - málþing 22. maí

Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður og Landgræðslan standa fyrir málþingi um ábyrgar fjallahjólreiðar í náttúru Íslands á Hótel Selfossi 22. maí næstkomandi kl. 17:00-19:00.

Herra MOSI býr í hraunbreiðum Skaftárhrepps


Árbók FÍ – Mosfellsheiði, landslag, leiðir og saga

Árbók FÍ um Mosfellsheiði hefur verið afar vel tekið og þegar hafa yfir 4.500 félagsmenn greitt árgjald félagsins og fjölmargir sótt árbókina á skrifstofu FÍ. Ferðafélag Íslands þakkar öllum þeim sem sótt hafa bókina á skrifstofu.  Frá og með deginum í dag, miðvikudegi 8. maí verður bókin send heim til allra þeirra sem greitt hafa árgjaldið en ekki sótt bókina á skrifstofuna.  Gera má ráð fyrir að bókin geti orðið nokkra daga í sendingu. 

Á fjöll við fyrsta hanagal

Mörgungöngur FÍ kl. 6 alla daga vikunnar, 6. - 10. maí.

Mosfellsheiði í Árbók Ferðafélagsins

„Eitt af því sem setur ímyndunaraflið af stað hjá mér þegar ég geng um Mosfellsheiði eru rústir sæluhúsanna sem þar er að finna. Eftir að hafa lesið frásagnir af hrakningum á ferðalögum og draugagangi í sæluhúsum er auðvelt að sjá fyrir sér dramatískar senur frá ferðalögum fyrri alda þegar fólk varð að komast af án GPS, GSM og goretex!

Fjallaskíði heilla

Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta alls þess magnaða sem fyrir augu ber. Aðferðirnar við að njóta á fjöllum eru fjölmargar og það veit Tómas Guðbjartsson fararstjóri og fjallakempa betur en flestir. Hann hefur frá barnsaldri þvælst um tinda, eggjar, skriður og kletta. Nýskriðinn úr menntaskóla var hann leiðsögumaður á fjöllum og beindi mest erlendum ferðamönnum í rétta troðninga og slóðir um allt hálendi Íslands.

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar fer af stað á ný þann 9. maí næstkomandi með göngu á Selfjall en gengið verður á sex fjöll í nágrenni höfuðborgarinnar; þrjú í maí og júní og þrjú í ágúst og september.

Umhverfisvika Ferðafélags Íslands 2019

Í tilefni af degi umhverfisins 25. apríl ætlar Ferðafélag Íslands að blása til umhverfisviku dagana 25. apríl – 2 maí. Markmið umhverfisviku Ferðafélags Íslands er að vekja fólk til umhugsunar um umhverfismál, stuðla að bættri umgengni við náttúru Íslands og hvetja félaga til að tileinka sér vistvæna lifnaðarhætti.

Finndu þína innri hetju

Landvættaverkefni FÍ hefur algerlega slegið í gegn en í því reynir gríðarlega á afl og anda allra þátttakenda. Þrátt fyrir það fyllist yfirleitt í hópinn á hálftíma og jafnan er margra blaðsíðna biðlisti. Landvættaverkefnið hefur nú farið fram nokkur ár í röð og ef eitthvað er – þá eru vinsældirnar bara að aukast. En hvað er þetta eiginlega og af hverju er áhuginn svona gríðarlegur á þessum Landvættum?

Fuglaskoðun í Gróttu á laugardag

Laugardaginn 27. apríl munu þeir Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, og Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands leiða árvissa fuglaskoðunarferð sem í þetta sinn verður á Seltjarnarnesi við Gróttu þar sem farfuglarnir safnast saman á þessum árstíma. Gangan hefst klukkan tíu á laugardag og er tilvalið að nýta sér bílastæðin næst Gróttu.