Fréttir

Skrifstofa lokuð miðvikudag 29. maí

Lokað verður á skrifstofu Ferðafélags Íslands miðvikudaginn 29. maí vegna starfsdags starfsfólks FÍ.

Úlfarsfell 1000 með glæsibrag

Hátíðin Úlfarsfell 1000, sem Ferðafélag Íslands stóð fyrir í gær, heppnaðist vel. Hartnær 1000 manns lagði leið sína á fjallið þar sem tónlistarfólk hélt uppi miklu fjöri.

Vegur 208 í Landmannalaugar opinn

Vegagerðin hefur opnað veg 208 í Landmannalaugar í Friðland að Fjallabaki en aðrir vegir á svæðinu eru enn lokaðir.

Herra Hnetusmjör og Jakob Frímann á Úlfarsfelli 1000

Hátíðin Úlfarfell 1000 verður haldin í annað sinn fimmtudaginn 23. maí kl. 18:00 FerðafélagÍslands stendur fyrir hátíðinni ásamt stuðningsaðilum.

Öxarfjörður út og suður 9.-13. júlí. Sumarleyfisferð Ferðafélagsins Norðurslóðar við Öxarfjörð.

Nokkur sæti laus í sumarleyfisferð Norðurslóðar við Öxarförð. Gengið frá fjöru til fjalla, um núpa, gil og gljúfur. Gist er á farfuglaheimili á Kópaskeri í fjórar nætur. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegum mat fyrsta kvöldið en góð eldunaraðstaða er á farfuglaheimilinu.

Ferðafélag Íslands til liðs við Grænlendinga

Ferðafélag Íslands lagðist á árar með heimamönnum til að stofna Ferðafélag Grænlands og efla þannig enn frekar útivist og hreyfingu. Grænlenska ferðafélagið leit dagsins ljós þann 9. maí þegar sendinefnd frá Íslandi á vegum Ferðafélags Íslands heimsótti Nuuk og veitti ráðgjöf við stofnun félagsins.

Ferðafélag Grænlands stofnað 9. maí

Ferðafélag Grænlands var stofnað 9. maí sl. á fundi í NUUK. Gísli Már Gíslason ritari stjórnar FÍ flutti hinu nýstofnaða félagi kveðju frá Ferðafélagi Íslands. Tómas Guðbjartsson stjórnarmaður í FÍ hélt fyrirlestur um hjarta Íslands og fjallaskíðaferðir. Inga Dora Markussen hefur leitt undirbúningsvinnu á Grænlandi ásamt góðum félögum og Reynir Traustason og Stefán Magnússon hreindýrabóndi hafa unnið að stuðningi þessa verkefnis hér heima. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er verndari verkefnisins.

Samtal um ábyrgar fjallahjólreiðar - málþing 22. maí

Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður og Landgræðslan standa fyrir málþingi um ábyrgar fjallahjólreiðar í náttúru Íslands á Hótel Selfossi 22. maí næstkomandi kl. 17:00-19:00.

Herra MOSI býr í hraunbreiðum Skaftárhrepps


Árbók FÍ – Mosfellsheiði, landslag, leiðir og saga

Árbók FÍ um Mosfellsheiði hefur verið afar vel tekið og þegar hafa yfir 4.500 félagsmenn greitt árgjald félagsins og fjölmargir sótt árbókina á skrifstofu FÍ. Ferðafélag Íslands þakkar öllum þeim sem sótt hafa bókina á skrifstofu.  Frá og með deginum í dag, miðvikudegi 8. maí verður bókin send heim til allra þeirra sem greitt hafa árgjaldið en ekki sótt bókina á skrifstofuna.  Gera má ráð fyrir að bókin geti orðið nokkra daga í sendingu.