Fréttir

Fjórum bjargað af Fimmvörðuhálsi

Fjórum bjargað af Fimmvörðuhálsi

Gönguleiðarskilti með eldsumbrotum

Ferðafélagið hefur með stuðningi Valitor unnið að gerð og uppsetningu gönguleiðaskilta við ýmsar vinsælar gönguleiðir. Skiltin sem sýna gönguleiðina frá Skógum í Þórsmörk hafa verið betrumbætt m.t.t. eldgossins og á þeim má nú sjá hvernig gosið gýs beint á gönguleiðinni. Sjá skiltin hér >>

Eldgosið í rénum

Eldgosið í rénum

Mjög slæmt veður á gossvæðinu

Mjög slæmt veður á gossvæðinu

Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi

Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi

Veðurfarsbreytingar og lífríki sjávar á Íslandi

Dr. Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnuninni, heldur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags.  Erindið verður flutt mánudaginn 29. mars kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Í erindinu verður vikið að straumakerfi og langtímasveiflum í umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland og á hvern hátt veðurfar getur haft áhrif á lífverur sjávar. Þá verður greint frá því sem vitað er um breytingar á lífríki sjávar frá hlýjum árum milli 1925-1945 og frá köldum árum milli 1965-1971. Loks verður fjallað um þær breytingar á lífríkinu í sjónum við Ísland sem tengja má hlýnuninni síðan 1996. Frá seinasta tímabilinu er vitneskjan ítarlegust og á því hafa m.a. orðið verulegar tilfærslur í útbreiðslu og stofnstærðum margra hryggleysingja, nytjafiska og sjaldséðra fisktegunda, sjófugla og spendýra. Þá hafa á undanförunum árum fundist við landið margar nýjar tegundir bæði fiska og hryggleysingja sem greint verður frá."

Yfirlit yfir gönguleiðina á Fimmvörðuháls

Jakob Hálfdánarson félagi í Ferðafélaginu hefur unnið nokkrar glærur sem sýna kennileiti á gönguleiðinni og staðsetningu gossins. Glærurnar gefa ágæta mynd af leiðinni. Skoða glærur Jakobs >>

Fræðslukvöld um Fimmvörðuháls

Miðvikudagskvöldið 31. mars heldur Ferðafélag Íslands fræðslukvöld um eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Þar koma Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur og skýra í máli og myndum frá eldgosinu, þróun þess og líklegri framvindu. Haraldur Sigurðsson er heimsþekktur eldfjallafræðingur sem hefur á langri starfsævi unnið að rannsóknum á eldfjöllum víða um heiminn og sett fram kenningar og niðurstöður sem vakið hafa athygli um víða veröld. Haraldur hefur sett á fót Eldfjallasafnið í Stykkishólmi og veitir því forstöðu auk þess að sinna rannsóknum og fyrirlestrahaldi. Haraldur heldur úti síðu á netinu um eldfjöll og virkni þeirra. Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur er verkefnastjóri jarðváreftirlits á Veðurstofu Íslands en sú stofnun vakir yfir öllum eldfjöllum Íslands. Fræðslukvöldið hefst kl. 20.00 og aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Ekki eru kaffiveitingar eins á á myndakvöldum félagsins.

Heldur dró úr krafti gossins í nótt

Heldur dró úr krafti gossins í nótt

Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi

Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi