Laugardaginn 28. júní bjóða SPRON og Ferðafélag Íslands þér og fjölskyldunni
að taka þátt í fjölskylduhátíð við Esjurætur frá kl. 13 til 15.
Fjölmargt verður til skemmtunar:
Euróbandið, Karíus og Baktus, Jónsi, Esjukapphlaup upp á Þverfellshorn, skipulagðar gönguferðir, hoppukastali, blöðrur,
ís, spennandi ratleikur fyrir alla fjölskylduna, Skógræktarfélag Reykjavíkur gefur plöntur og margt fleira skemmtilegt.
Komdu á fjölskylduhátíðina og njóttu útiverunnar - hlökkum til að sjá þig
Dagskrá:
| 12:30-13:00 | Skráning í Esjukapphlaup |
| 13:00 | Esjudagur settur |
| 13:05 | Esjukapphlaupið sett |
| 13:10 | Kynning á ratleiknum |
| 13:15 | Ganga frá Þverfellshorni í umsjón fararstjóra frá Ferðafélagi Íslands Gönguferð um skóginn á Mógilsá í umsjón Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Reykjavíkur |
| 13:20 | Jónsi tekur lagið |
| 13:50 | Karíus og Baktus bregða á leik |
| 14:20 | Eurobandið skemmtir |
| 14:55 | Verðlaunaafhending fyrir Esjukapphlaupið |
| 15:00 | Dagskrá lýkur |
| Kynnir verður Bergur Þór Ingólfsson | |