Ferðafélag Íslands auglýsir eftir skálavörðum til starfa í skálum félagsins á Laugaveginum sumarið 2026.
Timabilið sem um ræðir er frá miðjum júní fram í miðjan september. Við leitum að fólki sem getur verið lengri eða skemmri tíma.
Starfið felst í móttöku gesta, upplýsingagjöf og samskiptum við ferðaþjónustuaðila, daglegum þrifum og umhirðu skála, tjaldsvæða og annara eigna félagsins á svæðinu.
Skálavörður þarf að búa yfir þekkingu og reynslu af fjallamennsku og útivist, búa yfir ríkri þjónustulund, góðri tungumálakunnáttu, vera lausnamiðaður og handlaginn. Leitað er eftir reglusömum og reyklausum umsækjendum sem eiga auðvelt með að starfa með öðrum.
Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá fyrir 24. febrúar 2026 á starf@fi.is
Einnig er hægt að sækja um hér Sækja um