Ferðafélag Íslands er félag áhugamanna og tekið er vel á móti öllum nýjum félögum. Ekki þarf að hafa neina sérstaka reynslu af ferðalögum til að ganga í FÍ, bara áhuga.
Maka /sambúðaraðila sem býr á sama heimili og FÍ félagi, sem greiðir fullt árgjald í FÍ, býðst að greiða hálft árgjald og verða þannig fjölskyldufélagi. Viðkomandi fær félagsskírteini og nýtur þannig allra fríðinda sem það veitir.
Skráning veitir atkvæðisrétt á aðalfundi og félagsfundi. Árbók FÍ er ekki innifalin.