Skráning í FÍ

Ferðafélag Íslands er félag áhugamanna og tekið er vel á móti öllum nýjum félögum. Sjá umsóknareyðublað hér neðst á síðunni. Ekki þarf að hafa neina sérstaka reynslu af ferðalögum til að ganga í FÍ, bara áhuga.

Árgjald Ferðafélag Íslands 2024 er 8.900 kr.

Fríðindi og afsláttarkjör FÍ félaga

    • Árbók FÍ fylgir árgjaldi
    • Afsláttur á gistingu í alls 41 skálum FÍ og deilda um allt Ísland
    • Afsláttur í allar ferðir félagsins og gönguverkefni
    • Aðgangur að ýmis konar FÍ námskeiðum, fræðslu, þjálfun og leiðsögn
    • Afsláttur af fjölda fræðslurita og ferðabóka sem FÍ gefur út
    • Afsláttur félagsmanns gildir einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri af vörum og þjónustu FÍ
    • Vikulegt rafrænt fréttabréf um allt sem er á döfinni hjá FÍ
    • Skemmtilegur félagsskapur fólks sem hefur yndi af ferðalögum

Afsláttur á eftirfarandi stöðum

Fjallakofinn er einn af aðalsamstarfsaðilum FÍ og veitir félagsmönnum góðan afslátt og gerir tilboð til félaga, hópa og verkefna FÍ.

Rafræn félagsskírteini 

Leiðbeiningar – rafræn skírteini

Eftir að okkur hefur borist greiðsla félagsgjalds fær félagsmaður sendan tölvupóst innan viku frá passi@passi.is þar sem hægt er að nálgast rafrænt félagskírteini.

Ef tölvupóstur hefur ekki borist er líklegt að uppfæra þurfi upplýsingar í félagaskrá. Sendið tölvupóst með uppfærðu netfangi á fi@fi.is eða hafið samband í síma 568-2533.

Virkjun félagsskírteinis er einföld. Hún fer þó eftir því hvernig símtæki viðkomandi er með.

Iphone

Í Apple símum er fyrirfram uppsett veski (Apple Wallet).

Android

Sækja þarf veskis-forrit í Play Store, við mælum með SmartWallet.

 -------------------------------------------------------------

Ef tölvupóstur er opnaður í tölvu:

Fylgið tenglinum sem birtist tölvupóstinum.

Þegar það er gert birtist QR kóði.

Farið í viðeigandi veskis-forrit (Apple Wallet eða SmartWallet) og skannið QR kóðann.

Í framhaldinu birtist skírteinið.

Veljið að bæta því við (Add).

Skírteinið er nú tilbúið og aðgengilegt í veskinu.

Ef tölvupóstur er opnaður í síma:

Fylgið tenglinum sem er í tölvupóstinum.

Skírteinið opnast nú í veskinu.

Veljið að bæta því við (Add).

Athugið að Android notendur þurfa að sækja veskis-forrit til þess að skírteinið teljist virkt.

Skírteinið er nú tilbúið og aðgengilegt í veskinu.

Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað gengur ekki sem skyldi, hafið samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á fi@fi.is eða í síma 568-2533.

Fjölskylduaðild - skráning

Maka/sambúðaraðila sem býr á sama heimili og FÍ félagi, sem greiðir fullt árgjald í FÍ, býðst að greiða hálft árgjald og verða þannig fjölskyldufélagi. Viðkomandi fær félagsskírteini og nýtur þannig allra fríðinda sem það veitir.
Skráning veitir atkvæðisrétt á aðalfundi og félagsfundi. Árbók FÍ er ekki innifalin.

Árgjald fyrir Fjölskylduaðild er kr. 4450,- 

Fjölskylduaðild

Ferðafélag Unga fólksins - skráning

Ferðafélag unga fólksins, FÍ Ung, hefur það meginmarkmið að hvetja ungt fólk á aldrinum 18-25 ára að ferðast um, kynnast Íslandi og vera úti í náttúrunni í góðum og skemmtilegum félagsskap.

Árgjald í FÍ Ung er kr. 4450,- 

Skráning FÍ Ung

 

Skráning Í FÍ
Verð: 8.900 ISK