Fréttir

Bakskólinn á Helgafell nk. laugardag 4. maí

Bakskóli FÍ gengur á Helgafell ofan Hafnarfjarðar, laugardaginn 4. maí nk.  Brottför frá bílastæði við Kaldársel kl. 10.30.  Á mánudögum og fimmtudögum er gengið frá Árbæjarlaug kl.18

Vinnuferð í Hornbjargsvita

Nú er orðið fullbókað í vinnuferð FÍ í Hornbjargsvita sem farin verður um miðjan júní.  Helstu verkefni í vinnuferðinni eru vorhreingerningar, málningarvinna og rennan niður í fjöru verður sett upp.

Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna 13. - 17. mai

Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna 13. - 17. maí Gönguferðir með barnavagna og kerrur alla daga vikunnar kl. 12.00Hressileg ganga fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur með léttum æfingum, teygjum og slökun, hver gönguferð tekur ca. 60 - 75 mínútur.Mætið í góðum gönguskóm og helst göngufatnaði. Gengið er eftir göngustígum borgarinnar, sjá dagskrá hér neðar. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.  Fararstjóri: Auður Kjartansdóttir Brottför er kl 12:00 alla daga: Mánudag: Mæting við Perluna ÖskjuhlíðÞiðjudagur: Mæting við Gerðasafn í KópavogiMiðvikudag: Mæting við ÁrbæjarlaugFimmtudag: Mæting við NauthólFöstudag Mæting við Húsdýragarðinn Laugardal.

Morgungöngur FÍ og VÍS - Esjan á föstudag

Í fimmtu og síðustu morgungöngu Ferðafélags Íslands og VÍS að þessu sinni verður gengið áleiðis upp i Esjuna. Gangan hefst við Esjustofu og verður farið eftir hefðbundinni leið upp að Kögunarhóli í 250 metra hæð. Að lokinni göngu býður Ferðafélag Íslands upp á léttan morgunmat við Esjustofu.Þáttakendur geta ekið saman í halarófu úr Mörkinni 6 kl. 06.00 stundvíslega eða mætt á upphafsstað göngu og lagt bílum sínum fyrir neðan Esjustofu.  

Örgöngur í maí falla niður

Örgöngur FÍ sem vera áttu á miðviikudögum í maí falla niður að þessu sinni.

Árbókarferð með Hjörleifi Guttormssyni í júní

FÍ stendur fyrir árbókarferð um Norðausturland 22. - 23. júní. Árbókarsvæðið nær meðal annars yfir Vopnafjörð, Langanesströnd, Þórshöfn og Langanes, Þistilfjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Afréttum og fjalllend viðkomandi byggðarlagai einnig lýst  í árbókinni.

Ferðafélagið Norðurslóð - Gestabókarganga á Kollufjall

Gestabókarganga á Kollufjall Næsta ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar verður laugardaginn 27. apríl, á þeim langa kosningadegi. Gengið verður með gestabók upp á Kollufjall við Kópasker. Kollufjall hefur verið valið í verkefnið “Fjölskyldan á fjallið” þetta árið, en það er UMFÍ og HSÞ sem standa fyrir verkefninu. Gestabókinni verður komið fyrir í kassa sem verður við vörðu á fjallstoppnum í allt sumar. Af Kollufjalli er gott útsýni yfir Núpasveit, í vestri er Axarfjörðurinn/Öxarfjörðurinn og sést vel til Tjörness og Kinnafjalla. Í góðu skyggni er hægt að sjá allt vestur á Hornstrandir. Í norðaustri og austri eru Leirhafnarfjöll og Hólaheiði. Lagt verður upp frá skólahúsinu á Kópaskeri kl 13:00. Þetta er ekki erfið ganga (einn skór ). Mætum vel klædd og skóuð í hressandi vorgöngu.

Fjall mánaðarins í apríl er Trölladyngja 379 m. og Grænadyngja 402 m. á Reykjanesi.

Fjórða ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 27. apríl.

Bakskólinn á Mosfell

Bakskóli FÍ fer í gönguferð á morgun laugardag á Mosfell.  Í gærkvöldi var Einar Einarsson sjúkraþjálfari með fyrirlestur um bakvandamál. Bakskóli FÍ hefur farið vel af stað og um síðustu helgi var gengið á Helgafell. Bakskólinn er með gðnguferðir frá Árbæjarlaug kl. 18 mánudaga og fimmtudaga.

Fuglaskoðunarferð í Grafarvoginn á laugardag

Tómas Grétar Gunnarsson  forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiðir ferð í Grafarvog þar sem farfuglar safnast fyrir á leirunni. Þátttakendur taki með sér sjónauka. Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. 2 klst. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni HÍ og FÍ og farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna.