Fréttir

Fjall mánaðarins í janúar - breyting vegna veðurs 26. janúar - gengið á Úlfarsfell

Vegna veðurs og ófærðar í Blafjöllum verður ekki gengiið á Stóra Kóngsfell í dag en í staðinn verður gengið á Úlfarsfell. Mæting er í Mörkinni 6 kl. 10.30 eða við upphafsstað göngu við skógræktina við Vesturlandsveg neðan við Úlfarsfell, þar sem gangan hefst kl. 11.00 með kveðju, Fararstjórar, Örvar og Ævar     Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 26. janúar.

52 fjöll -skráningu að ljúka

Skráðir þátttakendur í 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands 2013 hafa fengið tölvupóst með leiðbeiningum vegna göngunnar á næsta laugardag. Þeir sem ekki hafa fengið póst ættu að hafa samband við skrifstofuna í síma 569-2533 eða senda skeyti á fi@fi.is.Það sama ættu þeir að gera sem hyggjast skrá sig en hafa ekki enn látið verða af því.

Með fróðleik í fararnesti - ferðir FÍ og HÍ

Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir undir heitinu ,,Með fróðleik í fararnesti, " þar sem leiðsögumenn koma úr röðum Háskóla Íslands.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir  að þetta verkefni hafa gengið sérlega vel undanfarin tvö ár og ánægjulegt að samstarfið haldi áfram.

Með fróðleik í fararnesti - ferðir FÍ og HÍ

Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir undir heitinu ,,Með fróðleik í fararnesti, " þar sem leiðsögumenn koma úr röðum Háskóla Íslands.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir  að þetta verkefni hafa gengið sérlega vel undanfarin tvö ár og ánægjulegt að samstarfið haldi áfram.

Hringferðir á gönguskíðum.

Ferðafélag Íslands býður upp á hringferðir á gönguskíðum í ferbrúar og mars, þar sem gengið er á gönguskíðum frá upphafsstað góður hringur í náttúrunni og endað á upphafsstað aftur. Undirbúningsfundur vegna þessara ferða verður þriðjudaginn 29. janúar nk. í sal FÍ.

Námskeið í vetrarfjallamennsku 9. febrúar nk.

Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið í vetrarfjallamennsku laugardaginn 9. febrúar nk. Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði vetrarfjallamennsku, búnað til fjallamennsku, leiðaval og snjóflóðahættu. Leiðbeint er um göngu í snjó og notkun ísaxar og ísaxarbremsu, göngu á mannbroddum og snjó- og ístryggingar. Fjallað um hnúta, línumeðferð, sig og létt snjó- og ísklifur.

Eitt fjall á mánuði 2013

  Nýtt verkefni hefst í lok janúar 2013.Umsjónarmenn verða þeir sömu; Örvar og Ævar Aðalsteinssynir. Sérstakir fararstjóra annast umsjón verkefnisins. Að jafnaði fimm til sex talsins.Samtals hæð fjallanna 9899 m. Samtals hækkun á göngu: 7540 m.

52 fjöll- Mosfell á laugardaginn

Laugardaginn 12. janúar gengur 52 fjalla hópur Ferðafélags Íslands á Mosfell við Mosfellsdal. Mosfellið er 280 metra hátt. Áætluð hækkun á göngu er 200 metrar og ætluð vegalengd 3.8 km. Gangan tekur 1-2 tíma.Lagt er upp frá bílastæði við kirkjuna á Mosfelli ca. kl. 10.20. Til þess að komast þangað skal aka þjóðveg eitt (Vesturlandsveg) en beygja inn á veg 36 Þingvallaveg í Mosfellssveit við Helgafell. Í Mosfellsdal er svo beygt inn á veg sem liggur heim að Mosfelli. Þeir sem vilja samflot eða hyggjast sameinast í bíla skulu mæta í Mörkina 6 en þaðan verður farið kl. 10.00 stundvíslega.Veðurspá fyrir laugardag er ágæt, hæg vestlæg eða breytileg átt og líklega úrkomulaust fyrri hluta dagsins, fremur svalt í veðri.

Eitt fjall á mánuði 2013 - kynningarfundur 10. janúar

Kynningarfundur vegna Eitt fjall á mánuði, fjallaverkefnis FÍ, verður haldinn fimmtudaginn 10. janúar nk kl 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Allir velkomnir.

52 fjöll 2013 - Fyrsta gangan á Úlfarsfell á laugardag kl. 10.00

Laugardaginn 5. janúar er á dagskrá fyrsta gangan í nýju 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands. Gengið verður á Úlfarsfellið sem er 280 metra hátt. Gangan hefst við rætur fjallsins að sunnan og til þess að komast að upphafsstað göngu skal aka þjóðveg eitt (Suðurlandsveg) að Bauhaus, beygja þar inn á Lambhagabraut, beygja inn á Mímisbrunn, aka hann að Skyggnistorgi og síðan Skyggnisbraut  að bílastæði þar sem gangan hefst. Sjá nánar á korti hér.Þeir sem vilja verða samferða öðrum hittast í Mörkinni 6, við skrifstofur Ferðafélags Íslands rétt fyrir kl. 10.00 á laugardagsmorgun og þaðan er ekið í halarófu kl. 10.00 stundvíslega að upphafsstað göngu. Gangan tekur um 2.5 klst. og hækkun á göngu er um 200 metrar en vegalengd 4.5 km alls.Fyrstu tvær göngur verkefnisins eru öllum opnar en þeir sem vilja skrá sig til fullrar þátttöku geta hringt á skrifstofu Ferðafélagsins í síma 568-2533 eða sent póst á fi@fi.is.Búist er við sunnanátt og úrkomu á laugardaginn. Klæðið ykkur vel og þeir sem eiga mannbrodda skulu taka þá með því hugsanlega verður hált í spori. Hér fyrir neðan er kort sem sýnir ökuleiðina frá Bauhaus að upphafsstað göngu.