Fréttir

Fréttatilkynning frá Ferðafélagi Íslands - ferðaáæltun 2013 komin út

Ferðaáætlunin er beinlínis bólgin af skemmtilegum ferðum og alls konar nýjungum, meðal annars stigvaxandi gönguskíðaferðum, ferðum á nýja toppa í Öræfafjöllunum, sögugöngu á slóðir Íslendingasagna, ferðum um háhitasvæði landsins í samstarfi við Landvernd, jógaferðum, alls konar ævintýralegum barna- og fjölskylduferðum, ferð þar sem blandað er saman göngu, hjólreiðum og siglingu, hringferðum um fjallatoppa og skundi eftir endilöngum fjallgörðum, göngum um eyðibyggðir, söguslóðir, þjóðleiðir, þjóðgarða, draugaslóðir, grónar grundir og eyðisanda, fræðsluferðum í samstarfi við Háskóla Íslands og margvíslegum göngum með heimamönnum í hinum ýmsu deildum Ferðafélags Íslands um allt land.  

Af stað - Ferðaáætlun FÍ dreift til félagsmanna föstudaginn 4. jan

Það er spenna og tilhlökkun í loftinu þegar hópur ferðafélaga kemur saman við upphaf ferðar hjá Ferðafélagi Íslands. Ferðafélagarnir eru vel útbúnir og hafa jafnvel lagt á sig nokkrar æfingar til þess að hafa gott líkamlegt þol. Þeir hafa valið þessa ferð umfram margt annað sem hægt hefði verið að verja tíma og fé til. En loksins er stundin runnin upp og nú safnast þetta allt saman í orðin tvö: „Af stað“. Og í þessum sporum hafa félagar í ferðum Ferðafélagsins staðið í áttatíu og fimm ár og alltaf brennur sama ferðalöngunin þó að ferðalögin og viðhorf til þeirra hafi gerbreyst.

Ferðaáætlun 2013 komin út - Fjölbreytt sumardagskrá framundan segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar

„Þegar við hefjumst handa í lok hvers sumars við að undirbúa gönguferðir næsta sumars erum við enn með orkuna undir iljunum og margar góðar og spennandi hugmyndir. Við reynum að finna ný svæði á hverju ári án þess að gleyma ferðunum sem hafa notið vinsælda á undanförnum árum. Svo þarf að finna gott leiðsögufólki ssegir Sigrún Valbergsdóttur, formaður ferðanefndar Ferðafélags Íslands.Það er að mörgu að hyggja,“

Eitt fjall á viku 2013 -fundur í kvöld

Kynningarfundur fyrir Eitt fjall á viku 2013 verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands,  Mörkinni 6 kl. 20.00 í kvöld. Þar munu fararstjórar þessa geysivinsæla verkefnis kynna dagskrá nýs árs, fyrirkomulag verkefnisins og svara spurningum. Hægt verður að skrá sig til þátttöku á fundinum en einnig má hringja í skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568-2533.Ekki missir sá sem fyrstur fær segir gamalt máltæki og nýársgjöfin frá þér til þín gæti vel verið þátttaka í því ævintýri sem 52 fjalla verkefnið er. Bætt heilsa og nýr lífsstíll fylgir með.Skoðið dagskrá nýja ársins hér.  

Fjall mánaðarins í mars er Akrafjall 643 m


Fjall mánaðarins í apríl er Grænadyngja 400 m


Fjall mánaðarins í júní er Smjörhnúkur Hítardal 902 m


Fjall mánaðarins í júlí er Skessuhorn 963 m


Fjall mánaðarins í ágúst er Skjaldbreiður 1066 m


Fjall mánaðarins í september er Esja Hátindur Móskarðahnúkar 909 m