Fréttir

Trölladyr og buslulækur

Rötun er ekkert mál fyrir krakkana í Ferðafélagi barnanna eins og í ljós kom síðasta laugardag þegar þeir vísuðu veginn frá Dyradal á Hengilssvæðinu og alla leið niður á Nesjavelli með kort og þrælerfiðar gátu-leiðbeiningar að vopni.

Hangið á klettaveggjum

Hraustir krakkar frá Ferðafélagi barnanna könnuðu Búrfellsgjá á alla kanta í liðinni viku, bæði ofan- og neðanjarðar, sem og hangandi í línu. Allir sneru þó heilir heim!

Fimmvörðuháls Magni og Móði 11. - 12. ágúst

Laugardagur 11. ágúst - sunnudagur 12. ágúst Fimmvörðuháls - Magni og Móði. Ekið að morgni laugardags kl. 8. frá Mörkinni 6 að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið upp á Fimmvörðuháls eftir hinni hefðbundu gönguleið með viðkomu í Baldvinsskála. Gengið er að Móða og Magna og ummerki eldgossins á Fimmvörðuhálsi 2010 skoðuð. Þaðan gengið niður í  Strákagil þar sem rúta bíður og flytur göngumenn í Langadal. Gist í Skagfjörðsskála. Farið í morgungöngu á sunnudegi og haldið til Reykjavíkur um hádegi. Sameiginleg grillveisla um kvöldið, varðeldur og kvöldvaka. Verð: 23.000 / 26.000 Innifalið: Gisting, rúta, fararstjórn og grillveisla.

Fossaganga - náttúruperlur i Þjórsárdal 4. - 6. ágúst

Fossaganga - náttúruperlur í Þjórsárdal 4. - 6. ágúst Fararstjórar: Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir. Hámarksfjöldi: 30 Gengið með Þjórsá að vestanverðu. Stórfossar Þjórsár og fossar í flverám hennar skoðaðir. Náttúruperlur í Þjórsárdal og við Þjórsá í óbyggðum Gnúpverjaafréttar, sem eru fáum kunnar, skoðaðar. 1. dagur: Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 8 á laugardegi og í Þjórsárdal. Gengið á Stangarfell í Þjórsárdal og inn Fossárdal að Háafossi, komið að honum í stórkostlegu gljúfri þar sem hinn 122 m hái foss fellur fram af brúninni. Gengið upp á brún fossins. Þar bíður rúta göngumanna og flytur í veglegt hús í Hólaskógi þar sem borinn er fram heitur kvöldverður og gist. 2. dagur: Ekið inn á Gnúpverjaafrétt, sem liggur með Þjórsá að vestan allt til Hofsjökuls, í Bjarnarlækjarbotna. Þaðan gengið með Bjarnarlæk að Þjórsá þar sem Kjálkaversfoss blasir við. Farið um Loðnaver að Dalsá og gengið upp með henni þar sem hún felllur í mörgum fossum. Gist í skála í Gljúfurleit þar sem boðið verður upp á heitan mat. 3. dagur: Ekið að Kóngsás og gengið að fossinum Dynk. Síðan farið um tilkomumikið land meðfram Þjórsá um Niðurgöngugil, Ófærutanga og síðan að Gljúfurleitarfossi og á Geldingatanga. Ævagamall og sérstæður kofi á Tranti heimsóttur. Dagurinn endar á göngu upp með bergvatnsánni Geldingaá sem fellur í mörgum stöllum í Þjórsá. Ekið þaðan til Reykjavíkur, áætluð koma kl. 20. Verð: 27.000 / 30.000 Innifalið: Rúta, gisting, fararstjórn og kvöldmáltíðir.  

Ratleikur FÍ í Heiðmörk

Ferðafélag Íslands hefur sett upp varanlegan ratleik í Heiðmörk fyrir börn, unglinga og fullorðna. Hægt er að hefja ratleikinn hvenær sem er og þátttakendur geta verið einn eða fleiri.

Félagsmenn - munið að greiða árgjaldið

Árbók Ferðafélags Íslands 2012 um Skagafjörð vestan vatna kom út í byrjun sumars.  Árbókinni hefur verið vel ttekið og þegar hafa hátt í 5000 félagsmenn greitt árgjaldið og fengið bókina senda heim. Félagsmenn á ferð og flugi í ferðum og sumarleyfi er minntir á að greiða árgjaldið og fá þá bókina senda heim.

Fimmvörðuháls - Magni og Móði

FÍ býður upp á gönguferð yfir Fimmvörðuháls um næstu helgi, 28. - 29. júlí.  Ekið að morgni laugardags kl. 8. frá Mörkinni 6 að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið upp á Fimmvörðuháls eftir hinni hefðbundu gönguleið með viðkomu í Baldvinsskála. Gengið er að Móða og Magna og ummerki eldgossins á Fimmvörðuhálsi 2010 skoðuð. Þaðan gengið niður í  Strákagil þar sem rúta bíður og flytur göngumenn í Langadal. Gist í Skagfjörðsskála. Farið í morgungöngu á sunnudegi og haldið til Reykjavíkur um hádegi. Sameiginleg grillveisla um kvöldið, varðeldur og kvöldvaka. Verð: 23.000 / 26.000 Innifalið: Gisting, rúta, fararstjórn og grillveisla.  

Fíflahunang og þeytingur með haugarfa

Blíðviðri hið besta fylgdi 150 manna hópi barna og fullorðinna sem gekk um Heiðmörkina í grasaleit með Ferðafélagi barnanna fyrir skemmstu.

Gengið var á Hafnarfjall 7. júlí

Farið var í þungbúnu veðri og fljótlega var hópurinn horfinn upp í þokuna. Hvað síðar gerðist í snarbröttum og landsfrægum skriðum Hafnarfjalls er ekki vitað.

Sungið fyrir álfana

Ferðafélag barnanna greip tækifærið á Jónsmessunni og heilsaði upp á álfa og huldfólk á Vífilsfelli. Veðurguðirnir léku við allar náttúruverur á kreiki; börn og álfa og jafnvel foreldrana líka!