Fréttir

Sportís veitir félögum FÍ tilboð á gönguskóm

Sportís hefur opnað nýja verslun í Mörkinni 6 í sama húsnæði og Ferðafélag Íslands Í tilefni af því ætla þeir að bjóða félögum FÍ góða gönguskó á frábæru verði kr. 17.990 í stað kr.  23.990. Þessir skór hafa allt það sem góðir gönguskór þurfa að hafa! Eru meðal annars vatnheldnir með góðan vibram sólar og öndun. Þeir bjóða alla félagsmenn FÍ velkomna og taka vel á móti ykkur. Framvísa þarf félagsskírteini        

Fjall mánaðarins í október er Hengill – Skeggi 805 m

Tíunda ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 27. október.

Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins 27. október

Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 27. október, kl. 13.15 í stofu 106 í Odda, Háskóla Íslands. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur flytur erindi sitt sem hann nefnir „Dumbur hefir konungur heitið“ Örnefnagjöf á landgrunni Íslands Örnefni voru staðsetningartækni fyrir tíma staðsetningartækja. Það átti við jafnt á landi sem legi. Í fyrirlestrinum verður farið nokkuð yfir eðli örnefna á sjó og hvernig þau voru notuð. Staðsetningartækni nútímans eru ógegnsæjar tölur sem ekki henta þegar lýsa þarf landsvæðum og eiginleikum þeirra. Því eru örnefni enn í dag bráðnauðsynlegt tól. Þegar íslensk stjórnvöld hófu undirbúning að kröfugerð vegna svæða í úthafinu í grennd við landið kom í ljós að gefa þurfti fjölda nýrra örnefna til að getað lýst svæðunum á mannamáli. Þessi svæði eru utan hefðbundinna veiðislóða og engin örnefni til fyrir. Þetta er engin nýlunda því aðrar þjóðir hafa farið þessa sömu leið, s.s. Norðmenn og Írar. Í okkar tilfelli var sótt í sjóð fornbókmenntanna sem einnig er sú leið sem flestar aðrar þjóðir fara og er þar af nógu að taka. Frændur vorir Færeyingar voru á sama tíma að gefa nöfn og þeirra stefna var sú sama og okkar. Gefin hafa verið örnefni á þremur svæðum: Drekasvæðinu milli Íslands og Jan Mayen, Ægisdjúpi austur af landinu og á Rockall-Hatton svæðinu.   Félagar eru hvattir til að koma og kynnast einkar áhugaverðu efni.

Vestursúla 29. september. Komumst í snjó.

Fallegt fólk í fallegu veðri á fallegu fjalli þegar farið var á Verstusúluna, nei Vestursúluna.

Í iðrum jarðar

Hvorki meira né minna en 80 hjálmklæddir hausar hurfu ofan í jörðina í Gjábakkahrauni á Þingvöllum í lok september.

FÍ stikar gönguleiðir á fjöll í nágrenni Reykjavíkur

Ferðafélag Íslands hefur að undanförnu unnið að því að stika gönguleiðir á fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Alls hafa verið stikaðar gönguleiðir á 10 fjöll í næsta nágrenni Reykjavíkur og verkefnið unnið í samstarfi við sveitarfélög og styrkt af Pokasjóði.

Myndakvöld 17 október

Fyrsta myndakvöld að loknu sumri verður miðvikudaginn 17. október kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6.  Þá verða sýndar myndir úr nokkrum ferðum sumarsins, m.a. af Fjallabaki, Lónsöræfum og Hornströndum. Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson. Aðgangseyrir kr. 500, innifalið kaffi og kleinur.

FÍ og HÍ - Með fróðleik í fararnesti - Söguslóðir ljósmæðra í 250 ár

FÍ og HÍ Með fróðleik í fararnesti - Söguslóðir ljósmæðra í 250 ár Helga Gottfreðsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, leiðir gönguferð um slóðir 250 ára sögu ljósmæðra. Gengið verður frá Skólavörðustíg 11 og komið við á þremur til fjórum áfangastöðum í miðbæ Reykjavíkur sem tengjast sögu ljósmæðra. Lagt verður af stað frá Skólavörðustíg 11, kl. 11. Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir sem efnt var til í tilefni aldarafmælis skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum og nú hjólaferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Ferðin er sú fimmta á þessu ári og og tekur hver um tvær klukkustundir. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Markmiðið með samstarfinu er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskólans og Ferðafélagsins.

Vetraropnunartími skrifstofu

Frá 1. október er opnunartími skrifstofu Ferðafélags Íslands frá kl. 12-17 alla virka daga. 

Heit laug að hausti

Það má vel klæða sig úr hverri spjör og stökkva ofan í heitan læk þó að það sé komið haust. Nákvæmlega það gerðu fjörutíu hugrakkar sálir í villibaðsferð Ferðafélags barnanna um þarliðna helgi.