GPS staðsetningartæki og rötun
01.11.2012
Námskeið á GPS staðsetningartæki og í rötun 13. - 17. nóvember.
Á námskeiðinu er kennd notkun á staðsetningartækjum. Þátttakendur æfa sig í að finna punkta, setja inn í tækin og merkja út á korti. Námskeiðið er tvö kvöld innandyra og ein útiæfin og hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á staðsetningartækjum.
Námsgöng: Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri.
Tími:
13. nóvember
þriðjudagur
19:30 - 22:30
15. nóvember
fimmtudagur
19:30 - 22:30
17. nóvember
laugardagur
Útiæfing sem tekur um 2 tíma
Alls 8 klukkustundir / 12 kennslustundir.
Leiðbeinandi: Sigurður Jónsson björgunarsveitarmaður og leiðbeinandi í rötun og ferðamennsku.
Námskeiðsgjald: 21.900 kr.Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Félagar í Útivist, Ferðafélagi Íslands og Skotveiðifélagi Íslands (SKOTVÍS) fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldi.
Staðsetning: stofa 206 á 2. hæð Tækniskólans við Háteigsveg (áður Sjómannaskólinn).




