Fréttir

Unglingafjör á Hornströndum

Bless, bless tölva, sími, Facebook og Twitter. Í þessari ferð fá fjörugir unglingar frí frá sínum hefðbundnu rafknúnu fylgihlutum og leika sér í staðinn úti í náttúrunni í fjóra daga. Athugið að skráningu lýkur fyrir helgi.

Þjóðhátíðarleiðangur á Þingvelli

Ferðafélag barnanna ætlar í þjóðhátíðarleiðangur til Þingvalla þann sautjánda júní. Þar fögnum við þjóðhátíð með því að ganga eftir endilangri Almannagjá, dýfum tánum ofan í ískalda Öxarána og syngjum Öxar við ána og Hæ hó jibbíjei svo undir tekur í hamraveggjunum.

Gengið var á Kálfstinda 26. maí

Lagt var af stað við Laugarvatnshella og gengið inn með Reyðarbarmi og upp í Flosaskarð. Þaðan var síðan bröllt upp bratta skriðu og fljótlega tók af alla útsýn bæði upp og niður vegna þoku sem lá yfir fjöllunum. Þegar upp var komið hófst afar fróðlegur fyrirlestur um það sem hugsanlega bæri fyrir augu.

Fjall mánaðarins í júní er Heiðarhorn – Skarðsheiði 1053 m

Sjötta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 23. júní. Skarðsheiði er mikið fjallendi milli Borgarfjarðar og Hvalfjarðar. Þar eru margir hnjúkar og þverbrattir tindar sem teigja sig upp í un 1000 m. hæð yfir sjó. Fjallið er hluti af nokkurra miljón ára gamalli megineldstöð sem er mikið rofinn af jöklum ísaldanna. Okkar gönguleið er á Heiðarhorn sem er hæsti tindur Skarðsheiðar og blasir við frá Reykjavík í góðu skyggni.Sjá nánar >>

Dagsferðir um helgina 16. og 17. júní

16. júní – Hafnarfjall (844 m) Gangan hefst við Háumela og gengið á austasta hnjúkinn. Gengið til suðurs og tindar þræddir fram á vesturbrúnir fjallsins. Þaðan farið niður að upphafsstað göngunnar.Göngulengd 11 km, hækkun 1140 m (6 – 7 klst.). Verð: 5.000 / 6.000 Innifalið: Fararstjórn. _________________________________________________________________________________ 17. júní - Leggjabrjótur, forn þjóðleið  Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Brottför með rútu frá Mörkinni 6 kl. 10. Göngutími 5–6 klst. Gengin forn þjóðleið frá Svartagili í Þingvallasveit, inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjabrjót og niður að Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði. Nánari upplýsingar um svæðið í ritinu Gönguleiðir upp úr Botni Hvalfjarðar eftir Leif Þorsteinsson. Verð: 6.000 / 8.000 Innifalið: Rúta og fararstjórn.  

Gengið með Gunnlaugi á Esjudegi

Rótarýhreyfingin fagnar glæstum árangri í baráttunni gegn lömunarveiki í heiminum með Esjugöngu þar sem ofurmennið Gunnlaugur Júlíusson mun fara tíu ferðir upp Esjuna, frá bílastæðinu upp að Steini. Rótarýfélagar bjóða öllum í tilefni af lokaátakinu að ganga með sér og Gunnlaugi eina ferð, tvær, þrjár eða tíu, allt eftir getu hvers og eins. Gunnlaugur hefur gönguna kl. 7 árdegis og leggur síðan á fjallið á um það bil 90 mínútna fresti. Viðburðurinn er skiplagður í góðu samstarfi við Ferðafélag Íslands en aðstoðarfararstjórar á vegum félagsins verða göngumönnum til halds og traust og gefa góð ráð, á leiðinni og í búðum við bílastæðið og uppi við Stein. Gert er ráð fyrir því að gangan taki Gunnlaug um 15 klukkustundir.  Rótarýmenn taka vel á móti göngufólki, bjóða upp á hressinugu og taka á móti frjálsum framlögum og áheitum á Gunnlaug og aðra göngugarpa. Þannig gefst öllum kostur á að leggja Rótarýhreyfingunni lið á lokasprettinum í baráttunni gegn lömunarveikinni.  Þegar Rótarýhreyfingin hóf baráttuna lömuðust eða létust um 1000 börn á dag af völdum lömunarveikinnar sem var landlæg í 125 löndum. Nú er veikin aðeins landlæg í þremur löndum Nígeríu, Afganistan og Pakistan og hafa innan við 50 tifelli komið upp það sem af er árinu.  Göngum með Gunnlaugi á Esjuna og leggjum góðu málefni lið.      

25 gönguleiðir á Reykjanesskaga

Út er komin bókin 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga eftir Reyni Ingibjartsson hjá bókaútgáfunni Sölku þann.Bókin er í sama flokki og 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu og 25 gönguleiðir á Hvalfjarðarsvæðinu sem hafa notið mikilla vinsælda. Nú býðst þessi einstaka bók á tilboðsverði fyrir félaga í Ferðafélagi Íslands – á 2.990.- kr. en fullt verð er 3.990. Félagsmenn framvísa þá félagsskírteini í húsnæði Sölku, Skipholti 50 c.

Fjölbreyttar ævintýraferðir

Klettaklifur, draugaganga, hellaskoðun, villibað, fuglaskoðun og grasalækningar er meðal þess sem boðið er upp á í fjölbreyttum ferðum hjá Ferðafélagi barnanna í sumar. Myndarlegur bæklingur með ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2012 er kominn út og í dreifingu og þar ættu allir að geta fundið eitthvað sem kitlar ævintýraþrána.

Fjölbreyttar ævintýraferðir hjá Ferðafélagi barnanna

Klettaklifur, draugaganga, hellaskoðun, villibað, fuglaskoðun og grasalækningar er meðal þess sem boðið er upp á í fjölbreyttum ferðum hjá Ferðafélagi barnanna í sumar. Myndarlegur bæklingur með ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2012 er kominn út og í dreifingu og þar ættu allir að geta fundið eitthvað sem kitlar ævintýraþrána. Ferðirnar eru mislangar eða frá tveimur klukkustundum og upp í fjóra daga og þó flestar séu farnar í nágrenni Reykjavíkur er líka farið á Hornstrandir, upp á Kjöl og inn í Þórsmörk.

Á ermalausum bol

Ríflega hundrað manna hópur í 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands gerði góða reisu inn í Þórsmörk um liðna helgi. Hópurinn hreppti rjómablíðu og gekk á gönguskóm og ermalausum bol um allar koppagrundir.