Nýr Baldvinsskáli Ferðafélags Íslands á Fimmvörðuhálsi
26.09.2012
Nýr Baldvinsskáli Ferðafélags Íslands var fluttur á Fimmvörðuháls um sl. helgi. Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ segir að með nýjum skála vilji FÍ tryggja öryggi ferðamanna á Fimmvörðuhásli og bæta alla aðstöðu þeirra sem gangi leiðina yfir Fimmvörðuháls.
Þessir flutningar voru langt og strangt verkefni,“ segir Stefán Helgason húsasmiður í Vorsabæ í Flóa. Nýr skáli Ferðafélags Íslands á Fimmvörðuhálsi var um helgina fluttur frá Skógum undir Eyjafjöllum upp undir hábungu hálsins. Þar stóð fyrir Baldvinsskáli, sem FÍ eignaðist fyrir nokkrum árum. Sú bygging verður tekin ofan, enda orðin feyskin.
Nýi skálinn er líkt og hinn fyrri A-laga bygging og er 63 fermetrar að flatarmáli. Með þessu hyggst Ferðafélag Íslands koma enn betur til móts við þann mikla fjölda fólks sem gengur yfir Fimmvörðuháls, en fáar leiðir njóta viðlíka vinsælda meðal útivistarfólks. Þúsundir fara um þessar slóðir á hverju ári og þar eru ummerki eldsumbrotanna vorið 2010 mikið aðdráttarafl.
Skálinn var fluttur upp á hálsinn með vögnum og vinnuvélum.