Fréttir úr starfi félagsins

Ég tek fyrsta skrefið

Skráning er hafin í FÍ Fyrsta skrefið sem er eins og nafnið gefur til kynna, tilvalið verkefni fyrir þá sem vilja taka fyrsta skrefið í fjallamennsku, taka upp beyttan lífsstíl og stunda heilbrigða fjölbreytta hreyfingu í góðum félagsskap. FÍ Fyrsta skrefið hentar einnig vel þeim sem þegar stunda fjallamennsku en vilja ganga rólega á þægileg léttari fjöll. Þrek og styrku þátttakenda eykst með hverri göngu og verkefnið endar með fjallgöngu á sjáflan Snæfellsjökul.

Ég ætla alla leið

Skráning er hafin í FÍ Alla leið 2020. Í verkefninu er gengið á brattgeng fjöll og meðal annars á nokkra af hæstu tindum landisns. Verkefnið hefst þó með léttari fjallgöngum og er þrek og styrkur þátttakenda byggður upp með stigvaxandi erfiðleikastigi fjalla. FÍ Alla leið er frábært verkefni fyrir þá sem vilja sigrast á hæstu tindum landsins og hljóta um leið mikla kennslu og þjálfun í fjallamennsku.

Kilimanjaro og Meru

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á ferð á hæsta fjall Afríku - Kilimanjaro í febrúar. Þar verður ekki einungis tekist á við Kilimanjaro (5895) heldur verður einnig gengið á Merufjall (4566), sem er ekki síður tilkomumikið.

Fjallaverkefni FÍ 2020

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg fjallaverkefni sem mörg hver hefjast í upphafi árs 2020. Því er kjörið tækifæri að skora á sjálfan sig og aðra og taka þátt í skemmtilegum verkefnum, þar sem boðið er upp á heilbrigða góða hreyfingu, kennslu og þjálfun í fjallamennsku, skemmtilegan félagsskap og stór skref í átt að heilbrigðum lífsstíll. Verkefnin sem hefjast strax í upphafi árs 2020 eru FÍ Alla leið, FÍ Næsta skrefið, FÍ Fótfrár, léttfeti og þrautseigur og nýtt verkefnið sem hlotið hefur nafnið FÍ jóga og göngur. Skráning í fjallaverkefnin er hafin hér á heimasíðu FÍ og á skrifstofu FÍ.

Ný viðbót Safe travel

Mikilvægur vefur þegar kemur að ferðalögum og útivist

Síðustu forvöð

Aðeins örfáir jakkar eftir

Myndakvöld á miðvikudag

Snjór og ís á framandi slóðum

Skemmtilegur skálafróðleikur

Við mælum svo sannarlega með þessum þáttum.

Jóla- og bókamarkaður FÍ

Hvernig væri að ganga frá jólagjöfunum?

Túbumatur

Losnið við útklístraða matarpakka