Fréttir

Vinir Þórsmerkur - aðalfundur

 Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6,miðvikudaginn 29. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess að ný göngukort um Þórsmerkursvæðið verða kynnt ásamt kynningu á starfi félagsins við viðhald gönguleiða.Allt áhugafólk um velferð Þórsmerkursvæðisins er velkomið og eru nýjir félagar velkomnir. Vinir Þórsmerkur voru stofnaðir af ferðaþjónustuaðilum sem hafa starfsemi í Þórsmörk; Ferðafélagi Íslands, Ferðafélaginu Útivist, Farfuglum og Kynnisferðum, auk Rangárþings Eystra og Skógrækt ríkisins. Megin ástæða stofnunar félagins var að stofna félagsskap sem sameinaði þessa aðila til að standa saman að ýmsum framfaramálum á svæðinu sér í lagi í tengslum við náttúruvernd.

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar vegna námskeiðs starfsmanna.

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar vegna námskeiðs starfsmanna.

Snjóflóðaöryggisbúnaður og lífslíkur í snjóflóðum

Þann 5. mars næstkomandi kl. 20:00 mun www.safetravel.is og Slysavarnafélagið Landsbjörg bjóða öllum áhugasömum ferðalöngum á á fyrirlestur er kallast “Snjóflóðaöryggisbúnaður og lífslíkur í snjóflóðum”. Farið verður í virkni mismunandi búnaðar og hvernig miðar að því að auka lífslíkur þess sem grefst í snjóflóði. Þetta er fyrirlestur sem enginn sem ferðast í fjallendi að vetrarlagi ætti að láta framhjá sér fara. Fyrirlesturinn verður á tveimur stöðum samtímis, annarsvegar í húsnæði Hjálparsveita skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6 og hinsvegar í húsnæði Súlna – björgunarsveitarinnar á Akureyri að Hjalteyrargötu 12.

Tilboð á Ferðaaski til félagsmanna FÍ

Tilboð á ferðaaski til félagsmanna FÍ.  Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands fá 10% afslátt af  verði FerðaAsks.FerðaAskur inniheldur allt nesti sem þú þarft, hvort sem þú ert að fara í dagsferð eða lengri ferð.Bæði Litli FerðaAskur fyrir dagsferðir og Stóri FerðaAskur fyrir 2ja til 5 daga ferðir, eru til í 3 stærðum. Alvöru íslenskt nesti þar sem öllu er pakkað í góðar umbúðir og eina sem þarf að taka með er heitt vatn á brúsa. Panta þarf fyrir kl. 15, 2 dögum

Aðalfundur Vina Þórsmerkur

,Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn í í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, miðvikudaginn 29. febrúar kl. 20:00.Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess að ný göngukort um Þórsmerkursvæðið verða kynnt ásamt kynningu á starfi félagsins við viðhald gönguleiða.  Allt áhugafólk um velferð Þórsmerkursvæðisins er velkomið og eru nýjir félagar velkomnir.   Stjórn Vina Þórmerkur."

Fjall mánaðarins í febrúar er Grímannsfell.

Önnur ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 25. febrúar. Gengið verður á Grímannsfell í Mosfellsdal sem er 482 m. hátt fjall sem er staðsett austast í Mosfellsdal. Grímannsfell er hæsta fjallið í Mosfellssveit, nokkuð víðáttumikið og gott útsýnisfjall. Sjá nánar>>

Helgi og dýrkun steina og kletta

Laugardaginn 25. febrúar nk. heldur Nafnfræðifélagið fræðslufund í Odda, húsi Háskóla Íslands, stofu 106, kl. 13.15. Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri, flytur erindi sem hann nefnir  HELGI OG DÝRKUN STEINA OG KLETTA Á ÍSLANDI  

Skyndihjálp í óbyggðum - námskeið fyrir félagsmenn FÍ

Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið fyrir félagsmenn í Ferðafélaginu, Skyndihjálp í óbyggðumUmfjónarmenn: Övrvar og Ævar AðalsteinssynirDagsetning: 28. febrúar, 1. mars og 6. mars, 18. - 22.00,  í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6.

Námskeið fyrir félagsmenn - Vetrarfjallamennska og skyndihjálp í óbyggðum

Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið bæði fyrir félagsmenn í Ferðafélaginu.    Á næstunni verður boðið upp á námskeið bæði í skyndihjálp i óbyggðum sem og vetrarfjallaferðamennsku.