Fjallakofinn styður Ferðafélag Íslands
08.02.2012
Fjallakofinn og Ferðafélag Íslands hafa gert með sér samkomulag til þriggja ára. Með samstarfssamningi þessum styrkir Fjallakofinn myndarlega við starf Ferðafélags Íslands og þá sérstaklega sem lítur að ferðum og þann búnað sem þarf til ferða. Fjallakofinn útvegar fararstjórum FÍ MARMOT útivistarfatnað sem og veitir félagsmönnum FÍ veglegan afslátt af öllum vörum í Fjallakofanum, sem og býður þátttakendum í fjallaverkefnum FÍ og einstaka ferðum upp á sérstök vildarkjör.