Fjall mánaðarins í mars er Stóri-Meitill og Litli-Meitill
20.03.2012
Þriðja ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 24 mars.
Gengið verður fyrst á Stóra-Meitil í Þrengslum sem er 514m. hátt. Fjallið er allbratt á flesta vegu, er móbergsfjall sem náð hefur uppúr jökli þegar það gaus á síðasta jökulskeiði ísaldar, enda má sjá hraun á kolli fjallsins. Fjallið er sérstakt vegna þess að þegar komið er á fjallsbrúnina blasir við stór gígur, all djúpur og víður. Einnig verður farið á Litla-Meitil.
Sjá nánar >>




