Fréttir

Leiðsögn um Vatnajökulsjóðgarð

Bókin Leiðsögn um Vatnajökulsjóðgarð fæst nú á sérstöku hátíðaverði, aðeins kr. 2.900 fyrir félaga Ferðafélags Íslands. Bókin var gefin út í september 2011 á íslensku, ensku og þýsku. Hana er nauðsynlegt að eiga en að auki er hún tilvalin jólagjöf fyrir vini, bæði heima og erlendis.

1001 Þjóðleið - Kynningartilboð til félagasmanna FÍ

Jónas Kristjánsson hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og birtist afraksturinn í einstakri bók sem nú býðst félagsmönnum í Ferðafélaginu á sérstöku kynningartilboði.

Fræðsluerindi - Hallmundarkviða og Hallmundarhraun. Eldforn lýsing á eldsumbrotum.

Fræðsluerindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Fyrirlesari, Árni Hjartarson.  Í erindinu segir hann frá Hallmundarhrauni og leyndardómum þess. Árni skoðaði eldstöðvar hraunsins á ferð með gönguhópi frá Ferðafélagi Íslands s.l. sumar undir leiðsögn Sigrúnar Valbergsdóttur.

Myndakvöld miðvikudaginn 23. nóvember

Myndakvöld á morgun miðvikudag 23. nóvember kl 20.00 í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6. Myndir úr starfi félagsins. Frítt inn, allir velkomnir.

Ferðafélag Barnanna - Aðventuferð í Þórsmörk 2.-4. Desember

Helgarferð frá föstudegi til sunnudags þar sem farið verður í gönguferðir og stjörnuskoðun. Aðventustemmning með jólaföndri og kvöldvöku þar sem sagðar verða hrekkjasögur af jólasveinum.  Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 18.00. Verð kr. 10.000 fyrir fullorðin , 5.000kr fyrir barn, fjölskylduverð kr.20.000. Innifalið: rúta,gisting,föndurefni og fararstjórn. Þátttakendur taka með sér nesti og góðan búnað.

1001 þjóðleið

Út er komin bókin 1001 þjóðleið eftir Jónas Kristjánsson hestamann, ferðafélaga og fyrrverandi ritstjóra.  Bókin er afar glæsileg og án ein allra besta ferðabók sem út hefur komið á síðari árum.  Í bókinni er yfir 1.000 göngu- og reiðleiðum lýst og þær sýndar á vönduðum kortum. Stafrænn diskur sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki fylgir.

Ferðaröð FÍ og HÍ á þessu ári lokið

Laugardaginn 12. nóv. var farin síðasta gangan á þessu ári sem verið hefur í samvinnu FÍ og HÍ í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands. Heiti ferðarinnar var Tugthúsmeistarinn, strípibúllur og fyrsti dómsalurinn og leiddi prófessor Helgi Gunnlaugsson hópinn um refilstigu borgarinnar og fræddi okkur um ýmislegt sem tengist þessum málaflokki.   Gangan hófst við Stjórnarráð Íslands, sem var byggt um 1770 sem tugthús og rakti Helgi þróun refsilaga og fræddi okkur um sögu hússins. Þaðan var gengið út á Austurvöll og rifjuð upp saga bjórbannsins og strípibúlla borgarinnar.  Þá lá leiðin upp á Skólavörðustíg að gamla Hegningarhúsinnu sem tekið var í notkun 1874. Þar var okkur boðið inn og þáðu það allir þó með þeim orðum að við kæmumst væntanlega út aftur ! Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri tók á móti hópnum í gamla bæjarþingssalnum og fræddu þeir Helgi okkur um sögu hússins og þá margvíslegu starfsemi sem verið hefur þar.   Göngunni lauk um kl 15:30 og tóku um 120 manns þátt í henni í einstaklega góðu haustveðri.      

Ferðaáætlun FÍ 2012

Ferðanefnd FÍ hefur nú skilað ferðaáætlun félagsins fyrir 2012 til lokafrágangs á skrifstofu.  Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar segir ferðaáætlunin sé svipað uppbyggð og undanfarin ár, alltaf sé eitthvað um nýungar inn á milli sígildra ferða.

Tugthúsmeistarinn, strípibúllur og fyrsti dómsalurinn

12. nóvember verður ganga með Helga Gunnlaugssyni, prófessor við Félags-og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Gangan hefst kl. 14:00 við Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu sem einu sinni var notað sem fangageymsla. Gengið verður um miðbæinn framhjá sögufrægum öldurhúsum og endað í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg þar sem fyrsti dómsalurinn er til húsa. Stutt kynning á því sem fyrir augu ber á hverum stað.                                                 

Aðventuferð í Þórsmörk 2.-4. Desember

Helgarferð frá föstudegi til sunnudags þar sem farið verður í gönguferðir og stjörnuskoðun. Aðventustemmning með jólaföndri og kvöldvöku þar sem sagðar verða hrekkjasögur af jólasveinum. Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 18.00. Verð kr. 10.000 fyrir fullorðin , 5.000kr fyrir barn, fjölskylduverð kr.20.000. Innifalið: rúta,gisting,föndurefni og fararstjórn. Þátttakendur taka með sér nesti og góðan búnað.