Fréttir

Esjudagur FÍ og Valitor - Maximus Músikus mætir í Esjuna

Esjudagur FÍ og Valitor er haldinn sunnudaginn 28. ágúst nk.  Maximus Músikus mætir í Esjuna ásamt tónlistarmönnum úr Sinfóníuhljómsveti Íslands og spilar fyrir unga fólkið í ,,fyrstu búðum" í Esjunni sem settar verða upp í tilefni dagsins. Maximus Múskikus hefur slegið í gegn hjá Sinfóníuhlljómsveitinni og verður án efa glaður að komast út í náttúruna.

Esjudagur FÍ og Valitors - 28. ágúst

Esjudagur fjölskyldunnar verður haldinn sunnudaginn 28. ágúst.  Boðið verður upp á gönguferðir, m.a. morgungöngu, skógargöngu, kappgöngu, kvöldgöngu, fjölskyldugöngu, brekkusöng, ratleik, fjöldaupphitun.  Sem sagt margt skemmtilegt  í boði fyrir útivistarunnendur og alla fjölskylduna. Þáttaka er ókeypis og allir velkomnir. Dagskráin auglýst nánar eftir helgi.

Jarðminjaferðamennska

Jarðminjaferðamennska er skilgreind sem ferðaþjónusta sem byggir á sérstæðri jarðfræði og nýtur stöðugt meiri vinsælla á heimsvísu. Einn virtasti sérfræðingur heims á þessu sviði, dr. Ross Dowling, heldur opinberan fyrirlestur á vegum Háskólafélags Suðurlands, Kötlu Jarðvangs og Líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins mánudaginn 29. ágúst kl. 15-17.

Vel heppnuð árbókarferð

Árbókarferð FÍ í Dalinu í gærdag var vel heppnuð.  Um áttatíu þátttakendur slógust þá í för með Árna Björnssyni höfundi ábókar og óku um sögusvið bókarinnar undir leiðsögn Árna. ,,Þetta var mjög skemmtilegt og vel heppnað, " sagði Jóhannes Ellertsson einn þátttakenda í ferðinni.  Ekið var um Bröttubrekku og að Eiríksstöðum, þaðan að Laugum í Sælingsdal, þá Skarðsströnd með viðkomu að Skarði, Svínadalinn til baka og í Búðardal og þaðan Laxárdalsheiði yfir í Hrútafjörð og til Reykjavíkur.  Alls tók ferðin um 14 tíma.

Síldarmannagötur nk. sunnudag

Sunnudaginn 21. ágúst er boðið upp á gönguferð um Síldarmannagötur, forna þjóðleið úr Hvalfirði yfir að Fitjum í Skorradal. Fararstjóri er Eiríkur Þormóðsson. Skráning á skrifstofu FÍ.

Samningur við Siglingastofnun um Hornbjargsvita

Í vikunni skrifuðu  Hermann Guðjónsson forstjóri Siglingastofnunar og Ólafur Örn Haraldsson  forseti Ferðafélags Íslands undir samning til fimmtán ára um afnot vitavarðarbústaðarins við Hornbjargsvita í Látravík. Þar var samþykkt að ferðafélagið fær bústaðinn til afnota endurgjaldslaust gegn því að sinna viðhaldi og endurbótum á mannvirkjum og aðstöðu sem nauðsynleg er til reksturs ferðaþjónustu á staðnum.

Árbókarferð með Árna Björnssyni - Í dali vestur - sunnudagur 14. ágúst

Ferðafélag Íslands efnir til árbókarferðar vestur í Dali með Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi og höfundi árbókar  2011. Ferðin er dagsferð og verður farin sunnudaginn 14. ágúst. Farið er víða um héraðið og meðal annars komið við á sögufrægum stöðum sem fjallað er um í bókinni.

Dagsferð umhverfis Hítarvatn 7. ágúst aflýst

Ganga umhverfis Hítarvatn í Hítardal. Gangan hefst við skálann við Hítarvatn. Þessari ferð hefur verið aflýst.  

Fossaganga á Gnúpverjaafrétti 13. - 14. ágúst

Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 8 á laugardegi og ekið um Þjórsárdal inn á Gnúpverjaafrétt að Dalsá. Haldið að Dynk og á Kóngsás. Gist er í skála í Hólaskógi þar sem er sameiginlegur heitur matur.

Esjudagur FÍ og Valitors

Sunnudaginn 28. ágúst verður Esjudagur FÍ og Valitors haldin. Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í ókeypis gönguferð. Jarðfræðingar og sagnfræðingar mæta. Fjölskylduskemmtun á bílastæði við Mógilsá. Þáttaka ókeypis og allir velkomnir.