Ferðafélag Íslands kaupir Húsadal
16.06.2011
Ferðafélag Íslands hefur keypt skálasvæðið Húsadal í Þórsmörk af Kynnisferðum. Kaupsamningur var undirritaður í morgun. Húsadalur er annað af tveimur skálasvæðum í Þórsmörk en Ferðafélag Íslands hefur rekið skálasvæðið Langadal og Skagfjörðsskála í nær 60 ár.