Fréttir

Ferðafélag Íslands kaupir Húsadal

Ferðafélag Íslands hefur keypt skálasvæðið Húsadal í Þórsmörk af Kynnisferðum.  Kaupsamningur var undirritaður í morgun.  Húsadalur er annað af tveimur skálasvæðum í Þórsmörk en Ferðafélag Íslands hefur rekið skálasvæðið Langadal og Skagfjörðsskála í nær 60 ár.

Nokkur laus pláss í ferðir

Það eru nokkur laus pláss í eftirfarandi ferðir:   S-2a Laugavegurinn 22. - 26. júní sjá nánar S-4 Björg í bú: Látrabjarg - Rauðisandur - Hnjótur 22. - 26. júní sjá nánar S-9 Baráttan við björgin - Á slóðum lágfótu 3. -9. júlí sjá nánar S-21 Jarlhettuslóðir 21. - 24. júlí sjá nánar H-7 Ferð eldri og heldri félaga FÍ. Dalir og Snæfellsnes 9. -10. júlí sjá nánar  4 LAUS PLÁSS 

Álfar og tröll - Vífilsfell um Jónsmessu

Ferðafélag barnanna býður upp á gögnuferð á Vífilsfell um Jónsmessu föstudaginn 24 júní. Lagt verður af stað kl. 18 frá Mörkinni 6 á einkabílum. Álfadans og leikir, lifandi tónlist og dulúðleg stemming. Þáttaka ókeypis og allir velkomnir.

Esjudagur fjölskyldunnar - FÍ Valitor Visa

Áður þurfti að fresta Esjudeginum vegna þess að veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir en nú er komin ný dagsetning. Esjudagurinn verður haldin 28 ágúst með sömu dagskrá og áður var auglýst. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Álfar og Tröll - Vífilfell um Jónsmessu.

Ferðafélag barnanna býður upp á gönguferð á Vífilsfell um Jónsmessu, föstudaginn 24 júní. Lagt af stað kl. 18 frá Mörkinni 6 á einkabílum.   Álfadans og leikir, lifandi tónlist og dulúðleg stemming.  Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Leggjabrjótur, forn leið

17. júní, föstudagur Brottför með rútu frá Mörkinni 6 kl. 10. Göngutími 5–6 klst. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Gengin forn þjóðleið frá Svartagili í Þingvallasveit, inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjabrjót og niður að Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði. Nánar í: Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar, útg. FÍ 2007. Verð: 6000/8000 Innifalið: Fararstjórn og rúta

Til þátttakenda í hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk

Gengið verður á fjallið sunnudaginn 12. júní. Mæting er í Sandfell kl 03, aðfaranótt sunnudags.  -Fararstjóri.

Hamarinn í samvinnu við jarðvísindadeild HÍ býður til fyrirlesturs 14. júní kl. 17:15 í Öskju

Vegna tengsla eins stjórnarmanns í Hamrinum (Elísabet Brand) við Doris Sloan hefur okkur tekist að fá Doris til að halda fyrirlestur um jarðfræði San Fransico flóans.   Doris Sloan er adjunct (aðstoðar professor) við jarðfræðideild Kalíforníuháskóla í Berkeley. Hún er með doktorsgráðu í steingervingafræði (paleontology) frá sama háskóla. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að örsteingervingum í setlögum undir San Francisco flóa og það sem þessir steingervingar geta sagt okkur um jarðsögu svæðisins. Hún kenndi við skólann í tvo áratugi, hefur kennt við fullorðinsfræðslu og stjórnað vettvangsferðum um svæðið. Eftir að hún komst á eftirlaun hefur hún ferðast víða um heim einkum með núverandi og fyrrverandi nemendum háskólans. Hún hefur tvisvar komið með hópa til Íslands (2005 og 2009) og naut þá dyggrar leiðsagnar Elísabetar Brand.

ESJUDAGUR FÍ OG VALITORS FRESTAÐ

Esjudeginum hefur verið frestað vegna kuldalegs útlits og aðstæðna í fjallinu.  Ný dagsetning verður kynnt á næstunni. 

Esjudeginum frestað

Esjudegi FÍ og Valitor sem vera átti 5. júní hefur verið frestað.  Enn er beðið eftir sumrinu og aðsætður kuldalegar í fjallinu. Ný dagsetning Esjudagsins verður kynnt á næstunni.