12. mars munu Laufey Steingrímsdóttir, prófessor, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur, og Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur, leiða gönguferð þar sem saga, menning og matur verða meginefnið.Gangan hefst á horni Aðalstrætis og Túngötu kl. 11:00 og henni lýkur við Sjóminjasafnið við Grandagarð. Gengið verður um gamla grænmetisgarða, stakkstæði, veitingastaði og verslanir liðins tíma. Samvinna er um gönguferðina við félagið Matur, saga, menning.