Harðsnúinn framhaldshópur
19.02.2011
Eins og komið hefur fram er gríðarleg þátttaka í 52 fjöll á ári á vegum FÍ á þessu ári. En samskonar verkefni var starfrækt í fyrra með síst minni þátttöku. Á dögunum hófst sérstakt verkefni fyrir þátttakendur úr 52 fjalla verkefninu á síðasta ári sem höfðu áhuga á erfiðari verkefnum. Þessi hópur sem telur ríflega 40 harðsnúna fjallagarpa hefur farið í nokkrar hressandi fjallgöngur saman en stefnir á jöklagöngur og há fjöll á vormánuðum.Laugardaginn 19 febrúar gekk hópurinn á Blákoll/Ölver við Hafnarfjall. Hér og hér má sjá nokkrar myndir úr leiðangrinum