Samstarfsyfirlýsing / samkomulag milli Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands
02.02.2011
Á þeim tímamótum sem framundan eru, aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011, hafa Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands ákveðið að vinna að ákveðnum verkefnum í sameiningu. Verkefnið gengur út á það að Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands munu bjóða sameiginlega upp á gönguferðir sem auglýstar verðar undir formerkjum aldarafmælis Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.