Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands í samstarfi á aldarafmæli HÍ.
21.01.2011
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ
Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands taka skólinn og Ferðafélag Íslands höndum saman og standa fyrir reglulegum gönguferðum á afmælisárinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið lengi hafa haft gott samstarf við Háskóla Íslands og að margir kennarar við skólann hafi verið fararstjórar fyrir félagið, setið í stjórn eða nefndum félagsins.