Fréttir

Aðventuferð í miðbæ Reykjavíkur

Ferðafélag Íslands býður upp á aðventuferð 1. desember þar sem gengið verður frá Austurvelli, umhverfis Tjörnina, með viðkomu á áhugaverðum stöðum og endað á kaffihúsi. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Aðventuferð í Þórsmörk

Ferðafélag barnanna býður upp á aðventuferð í Þórsmörk helgina 26. - 28. nóvember. Helgarferð frá föstudegi til sunnudags þar sem farið verður í gönguferðir og stjörnuskoðun.Aðventustemmning með jólaföndri og kvöldvöku þar sem sagðar verða sögur af jólasveinunum.Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 18.00 á föstudegi.Verð kr. 10.000 fyrir fullorðinn, kr. 5.000 fyrir barn, fjölskylduverð kr. 20.000. Innifalið: rúta, gisting, föndurefni og fararstjórn. Þátttakendur taka með sér nesti og góðan búnað.  

Aðventuferð í Þórsmörk

26. - 28. nóvember – Aðventuferð í Þórsmörk Helgarferð frá föstudegi til sunnudags þar sem farið verður í gönguferðir og stjörnuskoðun. Aðventustemmning með jólaföndri og kvöldvöku þar sem sagðar verða sögur af jólasveinunum. Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 18.00 á föstudegi.

Þórunnarbúð - ný aðstaða fyrir skálaverði í Laugafelli

Enn einu stórvirki Ferðafélags Akureyrar er lokið með smíði nýs varðarhúss auk gistiaðstöðu í Laugafelli. Á fallegum degi í haust opnaði  Hilmar Antonsson nýtt og glæsilegt varðarhús í Laugafelli og gaf því nafnið Þórunnarbúð. 

Göngugleði Hornstrandafara FÍ

Hornstrandafarar FÍ standa fyrir göngugleði alla sunnudaga í vetur.  Að venju er lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30 eftir að þátttkakendur hafa komist að lýðræðislegri og sameiginlegri niðurstöðu hvert skuli haldið.  Gönguferðir göngugleðinnar eru allar í nágrenni Reykjavíkur og sameinast er í bíla að upphafsstað göngu. Gönguferðin getur tekið 3 - 6 klst eftir atvikum, veðri og stemmingu.  Ef aðstæður eru góðar er vinsælt að fara á gönguskíði. Mikilvægt er að vera í góðum hlífðarfatnaði, með húfu og vettliinga og taka með sér nesti í bakpoka. Þátttaka er ókeypis í göngugleðina og allir velkomnir.

Aðventuferð í Þórsmörk með Ferðafélagi barnanna

Helgarferð frá föstudegi til sunnudags þar sem farið verður í gönguferðir og stjörnuskoðun. Aðventustemmning með jólaföndri og kvöldvöku þar sem sagðar verða sögur af jólasveinunum. Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 18.00 á föstudegi. Verð kr. 10.000 fyrir fullorðinn, kr. 5.000 fyrir barn, fjölskylduverð kr. 20.000. Innifalið: rúta, gisting, föndurefni og fararstjórn. Þátttakendur taka með sér nesti og góðan búnað.

Gömul, ný og horfin kennileiti og örnefni á heimajörðum Kópavogsbæjar

Nafnfræðifélagið efnir til fræðslufundar  laugardaginn 20. nóvember 2010, í stofu N131 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, og hefst hann kl. 13.15. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson,  cand. mag. í sagnfræði, flytur fyrirlestur sem hann nefnir Nokkur gömul, ný og horfin kennileiti og örnefni á heimajörðum Kópavogskaupstaðar

Ævintýrið um Augastein - tilboð til félagsmanna FÍ

Leikhópurinn Á senunni býður félagsmönnum í Ferðafélagi Íslands 25% afslátt af miðaverði á fjölskyldusýninguna Ævintýrið um Augstein sem verður sýnd í Tjarnarbíói nú fyrir jólin.  Þetta er falleg jólasaga sem hefur fært leikhúsgestum gleði og jólastemmningu undanfarin 9 ár.  Nánari upplýsingar um sýninguna má finna neðanmáls.

Næsta myndakvöld FÍ 17. nóvember

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 17. nóvember kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Þá sýnir Snævar Guðmundsson kort, myndir og kvikmyndir af kortlagningu sprungusvæða á íslenskum jöklum og sýnir stórfróðlegar og einstakar myndir. Látið ekki happ úr hendi sleppa.Aðgangseyrir er kr. 1.000 og innfalið kaffi og meðlæti, allir velkomnir.

Skemmtigöngur í skammdeginu

Mikil áhugi er á gönguferðum og útiveru um allt land.  Þessi áhugi hefur meðal annars komið fram í starfi hinna fjölmörgu ferðafélaga sem starfa um allt land. Finn má tenginu inn á heimasíður ferðafélaganna hér á heimasíðu FÍ.  Eins hafa orðið til fjölmargir gönguhópar sem standa fyrir gönguferðum og er einn þeirra gönguhópurinn Gunna fótalausa sem meðal annars stendur fyrir skemmtigöngum í skammdeginu.