Fréttir

Rauðar neglur bera ávöxt

Starf Ferðafélags Íslands teygir anga sína í ýmsar áttir. Hið öfluga átak sem felst í því að ganga á 52 fjöll á ári hefur blómgast og eflst í sumar og gefið þátttakendum og aðstandendum byr undir vængi í margvíslegum skilningi. Á heimasíðu Landsbjargar má lesa litla sögu um skemmtilegt framtak sem spratt af hugmynd Þórðar Marelssonar fararstjóra. Lesið allt um málið hérna.

Sumar á fjöllum - myndakvöld

Fyrsta myndakvöld Ferðafélags Íslands á þessum vetri verður haldið í sal félagsins í Mörkinni 6 miðvikudaginn 13. október og hefst kl. 20.00. Myndakvöldið ber yfirskriftina: Sumar á fjöllum og verða sýndar myndir úr ferðum Ferðafélags Íslands á liðnu sumri. Dagskráin verður sem hér segir: Litast um í Lónsöræfum --Hjalti Björnsson sýnir myndir úr gönguferðum um Lónsöræfi. Votlendi og víðerni - Þóra Ellen Þórhallsdóttir sýnir myndir úr Þjórsárverum. Kaffihlé Frá Hattveri til Hornstranda - Páll Ásgeir Ásgeirsson sýnir myndir af Fjallabaki, úr Djúpárdal, Hornströndum og víðar. Kaffi og meðlæti er innifalið í aðgangseyri að vanda.  Aðgangseyrir kr. 1000.

Lokað vegna jarðarfarar

Skrifstofa Ferðafélags Íslands er lokuð mánudaginn 11. okt  frá kl 12 - 14  vegna jarðarfarar Jóhannesar I. Jónssonar.  Jóhannes var kjörfélagi í FÍ og um tíma einn af dyggustu fararstjórum félagsins og sjálfboðaliði.

Hulda og Steinar

Nú hefur dömnefnd skilað niðurstöðu í nafnasamkeppni Ferðafélags barnanna og fundið nöfn á ferðafélagsbörnin tvö sem eru einkenni Ferðafélags barnanna. Fjöldi tillagna bárust í nafnasamkeppnina.  Niðurstaða er að stelpan skuli heita Hulda og strákurinn Steinar.  Sigurvegarinn í nafnasamkeppninni var Fanney Helga Óskarsdóttir og fær hún í vinning fjölskylduferð með Ferðafélagi barnanna í Þórsmörk næsta sumar.

Haustfrí - blysför um áramótin

Ferðafélag barnanna stóð fyrir fjölda ferða í sumar. Má þar nefna fjöruferð, álfaferð á Vífílsfell, fuglaskoðunarferð,  Esjuferðir fyrir leikskólabörn, þátttöku á Esjudeginum, Fjölskylduhátíð í Heiðmörk, sem og fjölskylduferðir í Þórsmörk.  Þá bauð félagið einnig upp á lengri ferðir, bæði um Laugaveginn og á Hornstrandir.  Nú þegar skólastarf er byrjað á fullum krafti, margvíslegt félags- og íþróttastarf þá fer Ferðafélag barnanna í örlítið haustfrí en næsta ferð er blysför á milli jóla- og nýárs.

Hulda og Steinar

Nú hefur dömnefnd skilað niðurstöðu í nafnasamkeppni Ferðafélags barnanna og fundið nöfn á ferðafélagsbörnin tvö sem eru einkenni Ferðafélags barnanna. Fjöldi tillagna bárust í nafnasamkeppnina.  Niðurstaða er að stelpan skuli heita Hulda og strákurinn Steinar.  Sigurvegarinn í nafnasamkeppninni var Fanney Helga Óskarsdóttir og fær hún í vinning fjölskylduferð með Ferðafélagi barnanna í Þórsmörk næsta sumar.

Árbók

Þeir félagsmenn sem hafa greitt árgjaldið 2010 og hafa ekki fengið bók og skírteini þá liggur það hjá okkur á skrifstofunni, Mörkinni 6, til afhendingar. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 12-17 s. 568-2533

Vatnajökulsþjóðgarður

Þetta er fyrsta námskeið í röð námskeiða um þjóðgarða á Íslandi. En þjóðgarðar búa yfir sérstöðu hvað varðar landslag, gróðurfar og sögu sem ástæða þykir til að varðveita. Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu og nær yfir um 13.600 ferkílómetra lands. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu náttúruperlur í þjóðgarðinum og helstu ferðaleiðir. Myndun náttúrufyrirbæra verður útskýrð jarðfræðilega á einfaldan hátt og fjallað sérstaklega um þau sem telja má einstök á heimsvísu. Saga náttúruhamfara og breytinga verður rakin og fjallað um áhrif þeirra á mannlífið í landinu. Kennari: Jóhann Ísak Pétursson jarðfræðingur og kennari leiðsögumanna um langt árabil.  Tími:  Laugardagur 16. október 2010 frá kl. 10:00 – 14:00. Námskeiðsgjald: 3.500 kr. Staðsetning: Tækniskólinn, nánar síðar.

Allt að verða vitlaust á Esjunni

Esjuátakið undir stjórn Þórðar Marelssonar gengur. Þórður og fylgifé hans er á sifelldu ferðalagi um Esjuna þvers og kruss eftir allskonar undarlegum leiðum. Ekki lætur söfnuðurinn ill veður og vot stöðva för sína heldur berst upp á toppa og yljar sér á heitu kakói að lokinni göngu. Hér fyrir neðan er dagskráin til jóla:

Tilboð til félagsmanna FÍ

Útilíf býður félagsmönnum FÍ á kynningar-og afsláttarkvöld þriðjudagskvöldið 5. október kl 19