Hverjir voru hvar?
16.10.2010
Fyrsta myndakvöld Ferðafélags Íslands var haldið í vikunni og voru sýndar myndir úr ferðum sumarsins. Hjalti Björnsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson sýndu myndir og héldu erindi. Húsfyllir var að vanda og margt skrafað í kaffihléinu. Ljósmyndari félagsins var á vappi í hléinu og náði nokkrum myndum af gestum og gangandi.




