Esjan að hausti- byrjar á þriðjudag
13.09.2010
Átakið Esjan að hausti-alveg fram að jólum undir stjórn Þórðar Marelssonar hefst á þriðjudag 14. sept. Mæting er við Esjustofu kl. 17.50 og lagt af stað kl. 18.00. Við upphaf fyrstu göngu fá þátttakendur dagskrá fyrir allt tímabilið með leiðavali og nákvæmum leiðbeiningum um mætingu.
Enn er tækifæri til að skrá sig í þetta stórskemmtilega átak þar sem tekist verður á við Esjuna eftir afar fjölbreyttum og áhugaverðum leiðum. Smellið á meira og lesið dagskrána í heild.