Ferðir um Laugaveginn
13.07.2010
Á morgun miðvikudag leggur af stað fríður hópur í Laugavegsgöngu með FÍ og er það þriðji hópur sumarsins og nú eru fram undan vikulegar ferðir og má segja að sumarumferðin sé hafin af fullum þunga. Að sögn skálavarða á Laugaveginum hefur umferð verið að aukast jafnt og þétt en skálar FÍ opnuðu óvenjusnemma í sumar. Aðstæður á Laugaveginum eru góðar og útlt fyrir að umferð um Laugaveginn nú yfir hásumarið og fram á haust verði með besta móti. Fjölmargir skálar eru fullbókaðir fram í ágúst.