Laus pláss á "Óeiginlega Laugaveginum"
28.06.2010
Þrjú pláss eru laus í ferðina Óeiginlegur Laugavegur. Þetta er sérstök og umtöluð ferð sem farin var í fyrsta sinn í fyrra. Gengið er um fáfarnar slóðir austan og vestan hins hefðbundna Laugavegar en gist í skálum og farangur fluttur.
Fararstjórar eru: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.




