Rigningar breyta aðstæðum hratt í Þórsmörk - allt að grænka
16.06.2010
,,Það hefur rignt töluvert hjá okkur undanfarið og gróður hefur í kjölfarið sprottið hratt og allt grænkar og dafnar hér í Langadal," segir Helga Garðarsdóttir skálavörður FÍ í Langadal í Þórsmörk. ,,Það hefur orðið mikil spretta hér á svæðinu og við höfum verið að slá tjaldsvæðin og eins hafa rigingar hreinsað af trjánum þannig að hér er græni liturinn að taka við sér og verða áberandi.